Halló! Hvað er í gangi

Hvað er að gerast? Keflavík, Njarðvík og KR búin að tapa í þessari umferð!!!

Eitthvað hefur nú gengið á í Ljónagryfjunni fyrst að menn tapa svona. Ekki allir heilir? Eða voru menn bara teknir í gegn af ungu liði Fjölnis? Get ekki ímyndað mér að það sé gleði í herbúðum þeirra grænu og hvítu eftir þetta. Frikki hvað gerðist eiginlega íkvöld?

Keflavík - Snæfell á sunnudag í beinni á RÚV bíð eftir því. Go Snæfell


mbl.is Óvæntur sigur Fjölnis í Ljónagryfjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

MEÐ FULLRI virðingu fyrir Bárði Snæfelling og hans liði Fjölni...á Njarðvík að taka svona leik..jæja gerir bara enn meir spennandi mótið..

Vona bara að þessi topplið fari nú ekki fylla liðin af erlendum leikmönnum fyrir komandi átök:(

Vona að maður verði við TV kl 15.00 á sunnudag...

Halldór Jóhannsson, 5.2.2010 kl. 22:37

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það er greinilega einhver fjandans aulaháttur að ganga þarna á toppnum. Keflavík og KR töpuðu í gær og svo Njarðvík í kvöld, sem gerði tapið í gær aðeins bærilegra. Svo er það bara stóri leikurinn á sunnudag, og kannski kíkir maður á Keflavík spila æfingaleik í fótbolta við Skagamenn á morgun í Reykjaneshöllinni.

Gísli Sigurðsson, 5.2.2010 kl. 23:05

3 identicon

Gilli þú jinxaðir þetta með Facebook commentinu í gær.

Frikki (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 23:46

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ha ha ha Frikki það skyldi aldrei vera - he he - biðst afsökunnar

Sammála Halldór Frikki og félagar eiga að klára Fjölni, allavega á góðum og meðal degi.

Nafni þú skellir þér á boltann ég læt það bíða betri tíma. Við töpuðum að því er mér skilst fyrir Skagamönnum um daginn. En það var jú æfingaleikur og við eigum vonandi eftir að bæta okkur. Sýndist á fréttum í dag að við værum að missa okkar ágæta leikmann Pétur Runólfsson sem vill hvíla sig á boltanum. það er vandfyllt skarð klarlega einn af okkar betri leikmönnum.
Svo spurðirðu hvort að ég kæmi ekki í Keflavík í sumar þegar að við mætumst. það er aldrei að vita. Þegar siglingin verður orðinn um 40 mínútur þá er ég líklegri til þess að nenna upp á land. Er annars ekki þekktur fyrir að fara á fasta landið nema svona 2-3 á ári og oftast í sambandi við það að vera að fara út. Hef lítið þangað að sækja en kannski að það breytist ef samgöngur batni til muna með Bakkafjöruhöfn. - hver veit og þá fáum við okkur nú kaffibolla nafnarnir.

Svo er það bikarleikurinn á sunnudaginn

Gísli Foster Hjartarson, 5.2.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.