Portugal, Danmörk, Noregur

og Kýpur.

Þetta verður strembið. Eigum að geta unnið Kýpur, sem er nú samt í styrkleikaflokki fyrir ofan okkur. Getum velgt Skandinövunum undir uggum á góðum degi, en er nú samt ansi hræddur um að okkar markmið í þessum riðli hlýtur að vera að reyna að ná 4 sætinu. Þriðja sætið fjarlægt allt annað draumur.

En þetta er góður riðill fyrir sjóði KSÍ. Ronaldo og félagar fylla Laugardalsvöllinn, jafnvel bara Ronaldo fyllir Laugardalsvöllinn!!!


mbl.is Mæta Norðurlöndum og Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Er nú alveg viss um að honum verði gefið frí í þessum leik, sökum þess hvað lið Íslands er lélegt.

Sveinn Elías Hansson, 7.2.2010 kl. 12:14

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Ég er sammála Sveini ég stórefast um að Ronaldo komi nokkuð til íslands

en mikið agalega er þetta erfiður riðill.

Friðrik Friðriksson, 7.2.2010 kl. 12:21

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

ha ha - Við skulum sjá hvort þessi elska fær frí. En þetta er erfiður riðill eins og ú segir Friðrik. Sýndist nú reyndar allir riðlarnir erfiðir.

Þegar 3 topplið voru eftir í pottinum og okkar riðill  óklár. Þá voru liðin í pottinum Portugal, Spánn og England. Þannig að við vorum kannski bara óheppin - he he

Gísli Foster Hjartarson, 7.2.2010 kl. 12:30

4 identicon

Hvaða rugl er þetta Gísli? Af hverju er stefnan ekki sett á 2. sætið? Eigum að geta unnið öll þessi lið á heimavelli og Kýpur og Noreg úti ef menn leggja sig fram. Grísum síðan á jafntefli á Parken.

Lúlli (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 12:40

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Rugl!!!! Eigum ekki séns í þetta. Bara mitt kalda mat. Hugsaðu þér miðað við árangur síðustu ára þá erum við flokkaðir sem slakasta liðið í þessum riðli. Getum unnið Kýpur í báðum og heima gegn Norðmönnum öll önnur stig eru bónus. Man ekki hvaða þjóð það var síðast sem að var í 5 styrkleikaflokki og ýtti aftur fyrir sig 3 styrkleikaflokkum þar fyrir ofan til að komast í úrslit á EM eða HM. Sé okkur ekki gera það. - sorry

Gísli Foster Hjartarson, 7.2.2010 kl. 12:59

6 identicon

Var það ekki Lettland maestro?

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 13:17

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jú það gæti vel verið Einar Kristinn þarf að fara að fletta, en sennilegast er þetta rétt þeir hafa sennielgast verið í 5 flokki

Gísli Foster Hjartarson, 7.2.2010 kl. 13:28

8 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ég skal segja ykkur að við tökum bara eitt stig á móti Kýpur..

Annað er plús..:)

Lúlli..væntanlega munu stórstjörnurnar okkar leggja sig mikið fram á móti stórþjóðinni Portúgal...allavega minna á móti smáþjóðinni Kýpur með fullri virðingu fyrir þeim:)

Halldór Jóhannsson, 7.2.2010 kl. 13:34

9 identicon

Tökum Tyrkjann á Óla Jó ef hann nær ekki að enda fyrir ofan Nojarana núna :

http://fosterinn.blog.is/blog/fosterinn/entry/622633/

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 13:38

10 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Norðmenn eru með mun betra lið en Ísland, svo einfalt er það.

Við fáum 1 stig í þessum riðli, og skorum 5 mörk.

Sveinn Elías Hansson, 7.2.2010 kl. 17:15

11 identicon

Það fór alveg framhjá mér þegar ég horfði á báða leikina síðast Sveinn Elías. Heimaleikinn sá ég meira að segja í Eyjum á heimaslóð síðueiganda.

Nojararnir voru stálheppnir að sleppa þar og Veigar Páll luðraði einum í stöngina í leiknum í Osló, í stöðunni 2-2.

Við höfum lengi haft fínt tak á Nojurunum í boltanum. Man meira segja eftir útisigri gegn þeim á níunda áratugnum þegar Atli grísaði inn sigurmarkinu af löngu færi.

Mig minnir að það mark sé í myndbandi Baggalútsmanna við lagið "Áfram Ísland" þar sem þeir gera stólpagrín af landsliðinu á snilldarhátt. 

Einar K. Einarsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 18:09

12 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Miðað við gengi okkar í HM hingað til, vonir og væntingar, væri sigur að ná 5. sætinu í riðlinum.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.2.2010 kl. 18:22

13 identicon

Getum unnið portúgal. Við gerðum jafntefli við heimsmeistara spánverja fyrir ekki svo löngu síðan þannig að það er opið, en dani vinnum við, aldrei þeir eru einfaldlega betri en við og verða það líklega alltaf, þeir sigra þennan riðil.

Ágúst Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 19:50

14 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Samkvæmt allri tölfræði erum við með lélegasta liðið í riðlinum.

Hin liðin líta á það sem skylduverkefni að vinna Ísland, annars eiga þau litla von í riðlinum.

Ágúst. hvenær voru Spánverjar heimsmeistarar?

Sveinn Elías Hansson, 7.2.2010 kl. 20:35

15 identicon

Evrópumeistarar var það víst rétt skal vera rétt, en Portúgalar eru svipað lið og spánverjar bara ekki eins góðir

Ágúst Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 22:34

16 identicon

Svo það á bara að gefast upp fyrirfram? Alltaf sami aumingjaskapurinn í Íslendingum. Ef menn leggja sig fram (og það er mikið ef með þessa aumingja í íslenska landsliðinu sem líta á það sem skemmtiklúbb til að komast heim í ókeypis frí og fyllerí) þá er 2. sætið alveg möguleiki.

Við vorum í riðli með Frökkum, Rússum og Úkraínu og vorum næstum komnir áfram. Ertu að segja mér að mannskapurinn þá hafi verið betri? Hugsunarhátturinn var hins vegar alvöru og menn virkilega trúðu því að þeir gætu þetta. Frá því að Atli tók við landsliðinu hefur það verið þvílík hörmung.

Það þarf þjálfara sem sýnir þessum gaurum enga miskunn, ef þeir ætla að halda áfram að leggja sig ekki fram fyrir landsliðið þá getum við alveg eins notað leikmenn sem spila á Íslandi.

En nei, best að gefast bara upp fyrirfram, glæsilegt!

Lúlli (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 01:29

17 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Það er uppgjöf fyrirfram að nota menn sem nenna ekki að spila fyrir Ísland. Sumar stórstjörnurnar nota þetta bara til að fara að skemmta sér eins og dæmin sýna.

Hendum þessu liði út strax og gefum mönnum tækifæri sem gefa sig alla í leikinn.

Sveinn Elías Hansson, 8.2.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.