7.2.2010 | 16:55
Nú er kallin kátur
Frábær sigur hjá Snæfellingum i Keflavík. Frábær annar leikhluti gerði útslagið. Ótrúlegur sigur í raun og veru ekki mörg lið sem pakka Keflvíkingum saman á þeirra heimavelli. Ég á náttúrulega engan þátt í þessum sigri en ég missti mig nokkrum sinnum í sófanum og greyið tíkin sem var að reyna að kúra hjá mér hrökk við og horfði á mig eins og ég væri skrýtnari en venjulega. Hlynur svakalegur undir körfunum, það var á stundum eins og hann stæði þarna bara einn og væri að leika sér, svei mér þá, ekki hægt að segja það sama umskotin hjá honum - he he. Jón Ólafur með svakalega hittni framan af en varð svolítið óður undir lokin. Annars var þetta eins og Hlynur sagði á RÚV að leik loknum þetta var liðsbolti nr 1, 2 og 3 og þannig er það víst þetta er liðsíþrótt og þegar menn spila sem ein heild þá næst bestur árangur -megi svo vera áfram. Mér fannst líka Emil sprækur en ég þekki mjög líti til hans, nánast ekki neitt minnist þess ekki að hafa séð hann spila áður.
Ég gagnrýndi í gær þetta að lið væri að sanka að sér leikmönnum svona á síðustu stundu. Þ.e.a.s. að það bætti ekki alltaf stöðu liða en báðir nýju leikmennirnir í þessum leik voru bara fínir, tala nú ekki um út frá því að hvorugur hafði leikið nokkuð né æft þannig séð með sínu liði. Báðir þessir leikmenn ættu í raun að styrkja liðin verulega fyrir lokaátökin. Þannig að viska mín fékk þarna smá kjaftshögg!!!
Snæfell sem sagt komið í úrslit og nú er bara spurning um hvort það verða Grindjánar eða Breiðholtspilatar sem verða andstæðingarnir.
Til hamingju Snæfellsunnendur, leikmenn og aðstandendur með að vera komin í úrslit.
Snæfell í bikarúrslit eftir öruggan sigur í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju með sigurinn Snæfellingar og aðrir áhangendur. Við áttum bara aldrei séns í þessum leik, veit ekki hvað fór úrskeiðis, það er verkefni Gauja Skúla að finna út úr því. Nú er þetta verkefni að baki og deildin framundan. Þessi nýi leikmaður okkar lofar góðu, sá eini hjá okkur sem hafði eitthvað í Hlyn að gera í fráköstum og skoraði nokkrar góðar körfur, þannig að hann á greinilega eftir að styrkja liðið.
Gísli Sigurðsson, 7.2.2010 kl. 17:51
Frábært hjá okkar mönnum Gilli. Við klárum þetta og dollan fer í Hólminn eftir úrslitaleikinn.
Stefán Geir Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 20:06
Það skulum við vona Stebbi Geir - spurning hvort að menn verða að hafa hópferð frá Eyjum á úrslitaleikinn!!!
Gísli Foster Hjartarson, 7.2.2010 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.