8.2.2010 | 16:30
Þorleifur leggur ekki árar í bát
Hann var þá ekki eins sáttur við að lenda í öðru sæti og hann gaf í skyn, þegar þetta snérist um styrk listans en kannski ekki sætið sem að hann vildi. Fannst hann einmitt svo rólegur og yfirvegaður í viðtali hér á mbl.is um helgina, þá stóð reyndar talning yfir og var ekki alveg lokið, en hann samt dottinn af stalli. Nú stekkur hann undan skikkjunni og otar sverði að félaga Stefáni Pálssyni kjörstjóra og vill málin krufin til mergjar. - Þorleifur ber en í brjósti veika von um sigur!! Ljái honum hver sem vill.
Þorleifur kærir póstkosningu VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég mæli með því að þú lesir fréttir áður en þú bloggar við þær.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 16:51
Elvar Geir - Hef enga trú á öðru en að Þorleifur hafi lengri löngun í sigur en þarna kemur fram. Formgallar í kosningu hljóta að gera kosningu ólöglega? Gæti þurft að kjósa aftur? Gæti fólki þá snúist hugur? Ef þetta er einhver pínulítill formgalli sem sem hefur ekkert upp á sig og auðvelt er að laga, þá færu menn varla að leggja fram kæru. Menn tækju þetta væntanlega bara upp á næsta félagsfundi og bæðu um að málið yrði skoðað, ekki satt? Fer ekki ofan af því Þorleifur ber veika von í brjósti
Gísli Foster Hjartarson, 8.2.2010 kl. 17:39
Komdu sæll Elvar Geir
Til að byrja með verð ég að taka fram að ég er sonur umrædds Þorleifs og þ.a.l. alls ekki hlutlaus í þessu máli.
En það er einfaldlega ekki rétt hjá þér að hann sé að falast eftir fyrsta sætinu. Þetta mál snýst ekki um það eins og hann hefur ítrekað sagt.
Eins og þú veist þá bauð Þorleifur sig fram í fyrsta sæti í þessu forvali. Það tókst ekki og auðvitað eru það alltaf vonbrigði að ná ekki settu marki. En ég get alveg sagt þér að viðbrögð hans eftir að niðurstaðan lá fyrir voru innileg. Hann var sáttur við þessa niðurstöðu og annað sæti á þessum lista er alls enginn sérstakur ósigur.
Það hlýtur hinsvegar að teljast eðlilegt að frambjóðendur og stuðningsfólk þeirra geti kært hluta af kosningu ef þeir finna fyrir því að mögulega sé verið að fara á svig við reglur að einhverju leyti. Það var í þessu tilfelli gert klukkan fimm á kjördag, áður en kjörstað var lokað. M.ö.o. þetta voru ekki viðbrögð við niðurstöðunni heldur kom Þorleifur einfaldlega á framfæri þessum upplýsingum um leið og hann frétti af því hvað var að gerast.
Það er einfaldlega nauðsynlegt aðhald til að tryggja að slíkt komi ekki upp aftur og reglur verði endurskoðaðar, sem hefur reyndar staðfest. Ég sá það haft eftir þeim góða manni Stefáni Pálssyni að hann myndi beita sér fyrir því að þessi glufa yrði ekki opin í næsta prófkjöri. Það eitt og sér segir mér hvað honum finnst um þetta mál.
Þar að auki er nauðsynlegt að kjörstjórn taki til athugunar hvort reglur hafi verið brotnar eða farið á svig við markmið reglnanna. Kjörstjórn hefur fyrir sitt leyti vísað kæru Þorleifs frá og þótt ég sé algjörlega ósammála þeirri niðurstöðu þá veit ég ekki til þess að hægt sé að koma málinu lengra innan flokksins.
En þótt kæra sé lögð fram þá þarf það alls ekki að þýða að farið sé fram á að ógilda kosningu. Það hefur aldrei verið krafa Þorleifs. Eingöngu að málið fái eðlilega málsmeðferð og umræðu.
Ég er sannfærður um að málið muni skýrast á næstu dögum. Fólk getur þá tekið afstöðu til þess byggt á staðreyndum og gert upp við sjálft sig hvort eðlilega hafi verið staðið að málum. Ég legg að lokum til að þú bíðir með sleggjudóma þangað til að þú hefur kynnt þér málavexti.
Kær kveðja
Haraldur Ingi Þorleifsson
Haraldur Ingi Þorleifsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 02:54
Sæll Haraldur Ingi
Takk fyrir pistilinn. Sá áðan að niðurstaða er komin og úrslit standa. Kæran ekki tekin til greina! Það finnst mér sérstakt út frá því sem að þú segir.Enda eins og segir í hinni fréttinni er þessi framkvæmd varðandi útankjörfundar atkvæði afar sérstök. En menn hljóta að ætla að laga svona framkvæmd, trúi ekki öðru en að Stefán Pálsson láti samt kippa þessu í liðinn.
Bestu kveðjur
Gilli
Gísli Foster Hjartarson, 9.2.2010 kl. 08:22
Haraldur Ingi ég held þú hafir farið mannavillt því ég hélt engu fram um hann föður þinn.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 19:39
Afsakaðu þennan nafnarugling, Elvar. Ég fór línuvillt. Ætlaði að orða mína athugasemd til Gísla.
Haraldur Ingi Þorleifsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.