Vakning vegna dóms?

Nú verður kannski vakning á Austurvelli eftir dóm héraðsdóms í gær. Fólk fær kannski smá trú á kerfið og fer að láta sjá sig á ný úti á vettvangi við mótmæli. Hef þá trú að í dag sé fyrsti dagur í vakningu um næstu helgi verðir svo fleiri. Svo líður að hrunskýrslu og verði engir áfellisdómar í henni þá verður allt crazy, þá endanlega verður fólk búið að fá nóg og springur. Ég verð aðsegja það að mér finnst Íslenska þjóðin hafa verið óvenju stillt upp á siðkastið miðað við hvernig virðist vera hraunað yfir hana af peningaelítunni". Elítunni sem kom landinu í skítinn.
mbl.is 800 manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Fá trú á kerfið !!!!

Hvernig er hægt að fá trú á kerfi sem er allt gegnsýrt af spillingu.

Allir stjórnmálamenn, embættismenn, dómarar og annað hyski er allt samofið í eitt stórt svikamál gagnvart almenningi.

Hér duga engin vettlingatök lengur, nú er þörf aðgerða.

Það þarf alsherjar BYLTINGU.

Sveinn Elías Hansson, 13.2.2010 kl. 18:01

2 identicon

Sammála Sveini.Ég held að almenningur sé búinn að sýna allt of mikið umburðarlyndi gagnvart stjórnvöldum.Nú er nóg komið.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 18:22

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ekki misskilja mig. Það sem að ég er að meina er að með þessum dómi fær fólk kannski þá trú að eitthvað sé hægt að hafa í gegn dómstóla leiðina, og fá eitthvefrt réttlæti, án þess að yfirvöld stígi beint á það. En Hæstiréttur getur auðvitað skotið þessa trú aftur á kaf.

Þjóðin hefur verið alltof umburðarlynd gagnvart því sem hefur verið í gangi.

Gísli Foster Hjartarson, 13.2.2010 kl. 19:37

4 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Er ekkert að misskilja.

Allt kerfið frá A-Ö er gegnsýrt af spillingu,og fjármagnseigendurnir hafa sterk ítök hjá dómstólunum.

Hér þarf að moka öllu út.

Sveinn Elías Hansson, 13.2.2010 kl. 20:23

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Höfum reyndar verið lengi sammála um að moka þarf út, og þess þarf svo sannarlega, er ég kannski að byggja upp falsvonir?  Æi vona að þessi dómur falli í rétta átt í Hæstarétti. Svo vil ég fara að sjá verðtrygginguna numda á brott ....helst af geimskipi sem snýr aldrei aftur.

Gísli Foster Hjartarson, 13.2.2010 kl. 20:34

6 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Talandi um verðtrygginguna.

Stjórnvöld og bankarnir hafa verið með einhverjar þykjustulausnir á vanda skuldugra heimila, með greiðslujöfnun og svoleiðis kjaftæði, sem gagnast engum nema fjármagnseigendum að sjálfsögðu.

Ég hef reynt að vekja athygli á því að með því einu að lækka vexti á verðtryggðum lánum niður í 1% , þá sparist hundruðir þúsunda hjá heimilunum,vaxtabætur minnki til útgreiðslu hjá ríkinu, og þeir einir sem fá skerðingu í þessu dæmi eru fjármagnseigendurnir.

Ég hef sent hugmyndir um þetta til Félagsmálaráðherra, formanns fjárlaganefndar, ritstjóra dv,Ögmundar Jónassonar og fleiri.

Engin hef ég fengið viðbrögðin, og af hverju skyldi það vera.

Jú þetta lið er allt á kafi í spillingunni, og vill ekkert gera sem kemur niður á fjármagnseigendunum. Samtryggingin alger.

Sveinn Elías Hansson, 13.2.2010 kl. 20:43

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þurfum að koma verðtryggingunni fyrir kattarnef. Hún er mannskemmandi.

Ljótt að heyra af þessum "viðbrögðum" sem að þú færð en að senda þetta bara til birtingar í blöðum eða á nafngreindaþingmenn og birta um leið í bloggheimum.

Samtryggingin er mikil

Gísli Foster Hjartarson, 14.2.2010 kl. 13:30

8 identicon

Á Austurvelli í dag voru samankomin 800 manns, sem vilja að sparifjáreigendur borgi fyrir þá myntkörfurnar.

þeir vilja fá síðustu verðlausu krónur þeirra sem spöruðu peninga í staðin fyrir að lána,, í þessu fyrirbrigði sem kallast útrás.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband