Engin karlmaður?

Hvað er í gangi við skipun í þetta ráð? Bara konur sem aðalmmenn. Hvað varð um jafnréttið? Á það kannski ekki við núna? Hvar er Jafnréttisráð?  Ég hef ekkert á móti þessu fólki, finnst þetta bara skrýtið eftir umræðu síðustu ára og tuðinu sem af hefur hlotist. Er kannski nóg að annað kynið sé bara til vara þegar uppi er staðið?
mbl.is Skipað í innflytjendaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Kallarnir eru hafðir á varamannabekknum, Gísli. Mér finnst þó skrítnast að til skuli vera innflytjendaráð. Þessa peninga mætti spara, sem fara í rekstur á þessu apparati, finnst mér.

Gústaf Níelsson, 15.2.2010 kl. 18:03

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já við erum hafðir á bekknum  - afhverju veit ég ekki. Eflaust hefði mátt spara með því að sleppa því að skipa þetta ráð. Veit svo sem ekki nákvæmlega hvert hlutverk ráðsins er en væntanlega er það einhver ráðgjöf og annað varðandi hvernig á að taka á innflytjendum og málum þeirra, er samt nema einn innflyjandi þarna sem aðalmaður. Eru allir innflytjendur af sama bergi brotnir? Þyrfti ekki meiri breytt fyrst það er á annað borð verið að skipa svona nefnd?

Gísli Foster Hjartarson, 15.2.2010 kl. 18:16

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Við erum rosalegar karlrembur að gera athugasemd við svona nokkuð :)

Finnur Bárðarson, 15.2.2010 kl. 18:27

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

He he he ætli það verði það sem standi upp úr umræðunni Finnur?

Gísli Foster Hjartarson, 15.2.2010 kl. 18:38

5 Smámynd: Vendetta

Skammastu þín, Gísli. Þú hefur alveg misskilið þetta. Á þessum femínísku og verstu tímum þýðir jafnrétti í ráðum og nefndum, að konur sé í meirihluta. Og fullt jafnrétti þýðir, að nefndin eða ráðið sé fullskipað konum. Eins og í Forsætisnefnd Alþingis.

Vendetta, 15.2.2010 kl. 20:20

6 Smámynd: Anna Guðný

Hjó einmitt eftir þessu líka. Væri mjög fróðlegt að vita af hverju. Vildu t.d. engir karlmenn vera með eða var bara enginn nógu góður eins og maður heyrir stundum ef það er á hinn veginn?

En mér finnst þetta mjög einkennilegt.

Anna Guðný , 15.2.2010 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.