Alveg er þetta með eindæmum!

Þetta er náttúruelga bara orðið létt grín. Blessaður formaður nefndarinnar búinn að berja sér á brjóst og þenja kassann og tala um að aðeins verði veittur svona langur tími til andmæla. Skýrslan verði klár þarna og ekkert komi í veg fyrir það og ég veit ekki hvað.

Afhverju er ekki skýrslan bara gefin út og ef þetta lið hefur eitthvað við hana að athuga þá gera þau bara athugasemdir. Afhverju þarf að hvítþvo skýrsluna frekar fyrir útgáfu? Það er líka með ólíkindum miðað við umfang skýrslunnar hversu fáir i raun fá andmæla bréf. Það var kannski ekkert að, allt eins og blómstrið eina hér undan farin ár?

Þetta er að falla um sjálft sig er ég hræddur um.

Reyndar er kannski bull að hafa fyrirsögnina að þetta sé með eindæmum því nefndin tók sér jú frest til að skila af sér í tvígang. Fyrirsögnin ætti kannski frekar að vera: Allt samkvæmt bókinni!


mbl.is Andmælafrestur framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djö... er eg sammàla thèr Gìsli, svo er sagt ad framhald ràdist af efni athugasemda!!!! veit nefndin ekki hvada spurningar voru sendar ùt ????? Thetta nàlgast grìn en èg vil ekki trùa thvì ad eftir rùmlega àrs vinnu (sem er örugglega ekki frì) komi ekkert  ùr. En aldrei ad segja aldrei !!!!! kv.

gulli spanjol (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 19:07

2 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Það hefur aldrei staðið til að gefa út þessa skýrslu.

Sveinn Elías Hansson, 17.2.2010 kl. 23:08

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er svo löngu tímabært að banka uppá hjá þessum goðum og tilkynna þeim að nú skuli afrakstur vinnu þeirra opinberaður, annars eigi þeir á hættu að missa vinnuna því við ætlum ekki að halda þeim lengur í vinnu ef þeir telja sig ekki þurfa að sýna vinnuveitendum sínum (almenningi) fræði-rit-verkin. Mér er sama hverjir eiga að fá að andmæla og er það bara léleg afsökun. Það gilda ekki svona andmæla-lögfræði-reglur um smá-krimmana!!! M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.2.2010 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.