18.2.2010 | 19:44
Aumur er hann...
...stofninn.
Ég var nú að gæla við að menn myndu nú bæta við 50-75 þús. tonnum og allir yrðu hamingjusamir...ja nema blessuð loðnan. En það borgar sig nú ekki að ganga svo vel á stofninn að til tjóns verði og maður verður að treysta fiskifræðingum til þess að ráðleggja réttu hlutina. Þósvo að menn vilji oftast meira en þeir leggja til.
Góðar fréttir af bryggjunni í dag að frysting er hafin hjá Ísfélaginu. Veit ekki alveg hvað er að gerast hjá Vinnslustöðinni en þar á bæ hljóta menn að vera um það bil að fara að byrja á sínum kvóta. Það væri óskandi að menn næðu góðri nýtingu úr því hráefni sem að menn ná að koma með að landi. Fyrirtækin, fólkið og þjóðarbúinu veitir ekki af.
Leggja til 20 þúsund tonna aukningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gísli. Nú verða bara Íslendingar að standa saman og veiða allt sem finnst í Íslenskri landhelgi, og hætta þessum einka-vina-pólitiskum verndar-vanþroska!
Nú dugar ekkert annað en að standa saman sem þjóð! Sá sem ekki skilur það er bara að framlengja sinn eiginn gálgafrest og í versta falli siðblindur! Hvers vegna að standa saman???
Ef við stöndum saman erum við búin að sigra stríðið! Ef ekki lendum við á heims-vergangi? Spennandi? Nei! M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.2.2010 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.