18.2.2010 | 19:52
En er von
Fínt að fá þetta lið heim. Það hefur ekkert úti að gera ef engar eru hreyfingarnar. Þessi von sem gefin var í dag er veik en hver veit kannski gerast jákvæðir hlutir á næstu dögum. Ánægður með að formenn flokkanna hafa varað við of mikilli bjartsýni og það er vel. En fólkið hefur margt misst sig í umræðunni og sumir voru byrjaðir að fagna í dag eins og við værum bara nánast búin að losna við að greiða þetta Icesave drasl.
Svo er það bölvuð skýrslan, er nú mest hissa á að ekki skuli í dag hafa verið gefið út að þeir sem fengu bréf fái en meiri frest til að svara fyrir sig. Skil ekki þær ákvarðanir það á bara að gefa út skýrsluna og ef menn þurfa svo að svara fyrir eitthvað að eigin mati þá geta þeir gert það og gert grein fyrir sínu máli.
![]() |
Samninganefndin á leið heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður er alltaf að sjá það betur og betur hvað þessir svokölluðu stjórnmálamenn
hafa lítið vit á því sem þeir eru að fást við.
axel (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 20:50
Gísli. Þetta er bara þæfingur stjórnar-andstöðu-svikara og stjórnar-liða-svikara, sem ekki hugsa eina mínútu um hvað töfin kostar fyrir þá sem eiga ekki fyrir mat og svikalánum frá degi til dags! Flýja úr landi til að hafa í sig og á án þess að fara ölmusuveg!
Niðurlægingin er svo hrikaleg fyrir heiðarlegt fólk, að betra hefði verið að vera hýddur og krossfestur opinberlega! Þetta er mín skoðun á því hvernig stjórnar-andstaðan er búin að tefja málin samviskulaust ásamt sumum í Samfylkingunni! Veit ekki hvort ég á að eiðileggja lyklaborðið með að gráta ofan í það?
Þeim svikurum finnst sjálfsagt að Ásgerður Jóna í fjölskylduhjálpinni sjái um ölmusuna sem heldur lífinu í fólkinu á meðan þæfings-liðið er að hugsa um sína eigin peninga-buddu! T.D. blysför þeirra ríku á Íslandi sem mun í sögunni verði þessu ríka fólki til ævarandi skammar sem töfðu fyrir uppbyggingunni!
Andlega álagið og niðurlæginguna með sjúkdómum og hörmungum sér svo enginn um, við að vera heiðarlegur og þurfa að fara ölmusu-veg til að geta lifað í þessu mafíu-landi á meðan ríka fólkið berst fyrir að tapa ekki þýfinu. Þetta er ömurlegt!!!
Er einhver sem skilur það að þjófar stjórni Íslandi í dag og kenni svo almenningi og heiðarlegum og velviljuðum stjórnarliðum um allt sem illa fer??? Hverjir stjórna raunverulega bönkunum á Íslandi? Og hverjir stjórna Íslandi í dag???
Nú er þörf á réttlátri, eðlilegri og gagnrýninni hugsun! M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.2.2010 kl. 21:17
Niðurlægingin er svo hrikaleg !!
So very true.....Svo very, very true!!
Fair Play (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 03:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.