20.2.2010 | 23:54
Sukkinu hafnað?
Gamla, svokallaða, spillingarrefnum hafnað, skiljanlega. Ekki hefur verið lognmolla í kringum hann og hans störf síðustu síðustu ár og margt sérstakt verið dregið fram í dagsljósið. En samt honum kannski ekki alveg hafnað því hann er jú í þriðja sæti og ég er ekkert viss um að fólk sem ekki er í í haldsstuttbuxunum allan sólarhringinn geti hugsað sér að kjósa flokkinn og eiga það á hættu að kjósa Gunnar inn. Ja nema að hin framboðin verði svo döpur
Svo getur líka verið að fólk í Kópavogi vilji að það sé gott að búa í Kópavogi og það án afskipta Gunnars - hver veit?
![]() |
Ármann sigraði í prófkjörinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ánægður með þess kosningu. En er ekki allskostar sáttur við þá útreið sem Gunnar hefur verið að fá í fjölmiðlum.
Við skulum ekki gleyma hvað hann hefur, ásamt reyndar Sigurði heitnum Geirdal,áorkað í Kópavogi síðustu ár. Nú stendur Kópavogur sem eitt öflugasta og best rekna bæjarfélag á landinu. Vissulega má gagnrýna ýmislegt sem hann hefur staðið fyrir en við skulum ekki gleyma því góða starfi sem hann lætur eftir sig. Og ég er viss um að Ármann á eftir að halda áfram að efla bæjarfélagið á næstu árum.
Daníel (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 00:21
En er Ármann með alveg hreint borð? Ertu að segja mér að menn séu kannski að fara úr öskunni í eldinn með því að fá Ármann þarna inn? Gunnar búin að gera svo margt gott að Ármann nær ekki að fylgja því? Hver er skuldastaða Kópavogs?

Gísli Foster Hjartarson, 21.2.2010 kl. 09:23
Já,er Ármann með hreint borð,það er spurt og hefði verið gaman ef DV hefði líka eða var það Fréttablaðið sem var með allt á (ó)hreinu um Gunnar nú fyrir prófkjörið...hefðu skoðað Ármann líka...
En það er nauðsyn að fá breytingar...og Guð og menn gefi að þær verði hér á Akranesi líka....
Halldór Jóhannsson, 21.2.2010 kl. 11:21
Þetta er auðvitað bara hringavitleysa .Það á að sameina öll þessi sveitafélög,frá Hafnarfirði og upp á Kjalarnes .Þessir smákóngar eru okkur of dýrir .150 þús manns með 7 sveita-bæja-stjórnir .Krummaskuð .Skilgreina með póstnúmerum eins og gert er .Þetta er GRÍN ! Usssssss......
Kristín (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 12:05
Á þeim tíma sem að þessi sigursæli Ármann Kr. var aðstoðarmaður samgönguráðherra (Halldórs Blöndal) þá sýndi hann hvern mann hann hefur að geyma. Hann ákvað að öll auglýsinga- og pr mál Símans yrðu flutt til nýstofnaðrar auglýsingastofu sem hét því frumlega nafni Nonni og Manni (hver var Manni)?
Það þarf alls staðar breytingar með reglulegu millibili Halldór spurning hvort að þaðá ekki líka bara að vera hámarkstími sem að menn mega sitja í bæjarstjórn?
Gísli Foster Hjartarson, 21.2.2010 kl. 13:53
HE.Það er engin munur á kúk og skít.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.