Afhverju?

Ég skil þetta ekki alltaf

Afhverju við ættum að fá einhverja sérstaka flýtimeðferð - við erum ekkert öðruvísi en aðrir. Þó ýmsir keppist við að halda því fram. Þetta er eins og fólk keppist við að segja að Eyjamenn séu öðruvísi en aðrir og svo framvegis - kjaftæði.

Við eigum bara að gangast undir sömu reglur og aðrir, ef einvherjir eru með einhverjar undanþágur þá hljótum við að fá þær líka. En samningaviðræður eru nú ekki hafnar af neinu viti, allavega ekki búið að hringja í mig!!!!


mbl.is Ísland fær ekki flýtimeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert að því.  Væri ekki gott ef það yrði kannað hvort þjóðin hefði enn áhuga á aðildarviðræðum áður en farið væri í að eyða tíma og peningum í þetta verkefni.

Margrét (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 12:57

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Við erum ekkert öðruvísi og fáum enga sér meðferð eða undanþágur eins og margir vilja halda. 

Ég er sammála Margréti, væri ekki ráð að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður samhliða þjóðaratkvæði um Icesave ?

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.2.2010 kl. 13:23

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Liggur okkur eitthvað á að afhenda þeim sjávarauðlindina okkar?

Sigurður Þórðarson, 24.2.2010 kl. 13:29

4 identicon

Ég fékk nú símtal í síðustu viku frá Stefáni Fülle, ég var reyndar staddur þá í Hlíðarfjalli á skíðum en náði engu að síður að spjalla aðeins við hann.

Ég tjái mig ekkert nánar um það hér, allavegana ekki eins og er.

Hann sagði mér reyndar að hann ætlaði slá á Fosterinn fljótelga

Krímer (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 13:32

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fólk er að misskilja þetta með "flýimeðferð" og blaðmenn ss. á mogga hljóta að vita alveg merkinguna í þessu þó þeir í sínu agend spili á æsing sumra íslendinga með að setja þetta í fyrirsögn o.s.frv.

Þetta merkir að ísland er í allt annari stöðu en hin aðildarumsóknarríkin vegna þess - að ísland er að stórum hluta þegar í ESB !

Ísland er þ.a.l. að fara allt öðruvísi í gegnum umsóknarferlið eða kerfið en lönd ss. Balkanlöndin sem eru í biðröðinni af áðurnefndum sökum.  Faktískt eru aðeins nokkrir málaflokkar sem standa útaf varðandi ísland og aðild að esb.

Nú, það þýðir hinsvegar ekki að ísland veði eitthvað fljótara að gera aðildarsamning eða fljótara að gerast aðili að sambandi fullvalda lýðræðisríkja evrópu.

Nei nei, það byggist allt á því hvernig aðildarviðræður ganga, hvernig íslendingar leggja mál upp etc og hve vel íslendingar eru undirbúnir og fleira og fleira.

Td. má alveg búast við að aðildaviðræður taki lengri tíma en hjá svíum og finnum.  Það má búast við að íslendingar leggi sum atriði alt öðruvísi upp og þess háttar og ótal atriði sem spila inní eftir atvikum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2010 kl. 14:45

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ómar Bjarki auðvitað erum við nær sambandinu en margar þjóðir, þannig séð,  enda búin að innleiða mikið af regluverkinu eins og þú segir. Við erum nánast partur af þessu samfélagi dags daglega þó við séum það ekki, ef að það má orða það þannig.

Fyrir mína parta þá verð ég að segja að það verður forvitnilegt að sjá hvernig aðildarviðræðurnar ganga og sjá hver lokaniðurstaðan verður.

Svo verður þjóðin að taka afstöðu

Gísli Foster Hjartarson, 24.2.2010 kl. 15:00

7 identicon

Það sem mér fynst mest spennandi er hvernig Íslendingar ætla að snúa sér út úr verðtryggingar bullsittinu og vaxta okrinu. Verða ekki öll fjármagnsfyrirtæki gjaldþrota? Íslenskt efnahagskerfi er svo sjúkt, að það er nánast útilokað annað.

Þjóðin hefur allt niður um sig og það skiptir engu máli hvar drepið er niður fæti. T.d. dómskerfið , sem nú hefur verið bent á, svo eitthvað sé nefnt og það er bara byrjunin. Eftir að Ísland hefur gengið í ESB, þá eru það lög frá Brussel sem gilda, SEM BETUR FER.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 19:10

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

V. Jóhannsson þetta er nú einn af þeim hlutum sem að maður er sennilega hvað spenntastur fyrir í þessu. Athyglisvert að það var bennt á þetta með dómskerfið en fjölmiðlar voru ekkert að slá því upp frekar bara landbúnaði og sjávarútvegi. Sem vissulega eru þættir sem eru stórir en dómskerfið er engu síðra mál. Annað sem að þú kemur inn á er akkúrat banka okrið sem yfir okkur hefur gengið í gegnum áratugina. Maður sér fyrir sér að þessir hlutir myndu lagast með aðild. Allt eru þetta mikilvægir þættir í þessu ferli

Gísli Foster Hjartarson, 24.2.2010 kl. 20:06

9 identicon

Ég ráðlegg öllum sem vilja að við göngum í ESB að flytja til evrópu í 10 ár (alveg sama hvaða land)  og dæma svo! Það er veruleikafyrrt og ábyrgðalaust fólk sem heldur því fram að ESB sé gott fyrir Ísland.

Ég bjó 30 ár í evrópu og horfði á allt breytast til hins verra og hrynja staðfast eftir að þetta peningaplokksbatterí tók yfir. Þetta er ekki að virka eins og vonir stóðu til og það hefur 80% af almenning í evrópu áttað sig á. T.d. Frakkar vilja franska frankann til baka, Þjóðverjar vilja þýska markið aftur, Spánverjar, Írar,  Finnar etc etc etc dauðsjá eftir þessu skrefi og nú er ég að vitna í almenning en ekki í elítuna!

Mér hrýs hugur við þeirri tilhugsun að við göngum í þessa miskunnarlausu snöru sem gerir ekkert fyrir litla manninn! Hvað þá fyrir litlar þjóðir. Við höfum allt hér á landi sem aðrar þjóðir gætu óskað að þær hefðu og sem ESB vill ENDILEGA komast yfir.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!  Höfum það í huga kæra þjóð

Jóhanna og hennar samfilking ættu að byrja á því að búa í t.d. Þýskalandi áður en hún fullyrðir að þetta gæti verið gott fyrir okkur!!!

Ég hef samanburðinn á Evrópu fyrir og eftir sameiningu og þróunin er að mínu mati óhugguleg.

Vá matur yrði að lækka í verði (halda sumir) því öll verð þurfa að stemma í ESB löndum, en hækkar þá ekki rafmagn og hiti 200 falt til að samræma það líka???? Hefur einhver hugsað út í það ???????

anna (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 20:07

10 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Anna ESB er örugglega ekki gallalust frekar en Ísland. Þróunin hefur nú ekki verið góð hér siðustu ár. Er verið að gera eitthvað fyrir litla manninn hér? Það er ekki bara í ESB sem hallar á litla manninn. Hinn fullkomni heimur er ekki til. Menn klára væntanlega þessar viðræður og svo er það okkar, fólksins, að hafna eða samþykkja.

Gísli Foster Hjartarson, 24.2.2010 kl. 20:12

11 identicon

Gísli, mér finnst bara grátlegt að eyða öllum þessum mega milljónum í ESB umræður þegar sá peningur gæti farið í litla manninn hér heima. Þetta er ótímabært rugl og út úr kortinu. Ég er sammála þér að við ættum að líta á þetta ESB dæmi eftir kannski 10 ár þegar við erum búin að sópa og skúra hér heima ;)

Ég veit allt um kosti og galla Íslands og evrópu því ég hef varið svipað mörgum árum af lífinu á báðum stöðum og trúðu mér að kostirnir hér vega miklu þyngra en gallarnir.

Þessvegna kom ég aftur heim  

Ég veit. Hinn fullkomni heimur er ekki til, en ef þessi þjóð liti sér nær sæji hún kannski að við lifum í landi sem gæti verið sjálfbær paradís á jörðu. Þetta sé ég eftir að bíta beiska grasið hinumegin við girðinguna. Það er ástæða fyrir því að 80% íslendinga sem flytja erlendis koma aftur heim, þó það sé bara til að deyja :)

anna (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 21:45

12 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Anna ég er hjartanlega sammála þér að Íslandi hefur allt til þess að bera að allir íbúar landsins geti lifað góðu lífi. Landsins gæði eru næg tl þess, en við þurfum að fínstilla okkur mun betur til þess að ná því í gegn. Það er grátlegt að hlusta á pólitíkusa og þá er í forsvari eru tala um allt þetta og allt hitt á Íslandi og svo er það í höndum fárra sem nota það með eigin hag fyrir brjósti en ekki heildarinnar. Allt frekar sjálfmiðað.

Gísli Foster Hjartarson, 24.2.2010 kl. 22:05

13 identicon

Þessi þjóð þarf þjóðstjórn,,,,, og almenningur þarf að fara í 5. gír og fjölmenna í þúsundatali í þrúgandi þögn og fótgangandi niður Laugaveg, slá SKJALDBORG kringum Alþigishúsið öll með sama textann á spjöldunum. T.d:

"Það er tími til kominn að þið KOMIÐ HEIM!

       og farið að vinna fyrir kaupinu

            sem ÉG borga ykkur"

Það yrði magnaður séríslenskur gjörningur   

Þjóðin þarf að standa saman í þessu ef hún vill vera þjóð. Not easy.....

rga ykkur"

anna (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 22:33

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Skrítið það er verið að pína okkur hvað gerið þið?

Sigurður Haraldsson, 24.2.2010 kl. 23:15

15 identicon

Ég er alveg sammála  þér Anna... ég vill ekkert inn í ESB og það er sko ekki betra. Ég bjó einmitt í Madrid, Spáni þegar evran var tekin upp. Ég flutti reyndar heim í desember fyrir evru og aftur út í september eftir evru. Það hafði allt hækkað upp úr öllu valdi, þar á meðan maturinn. Maður fékk helmingi minni fyrir peningin, leigan hafði hækkað líka um helming. Vinir mínir sem búa þar töluðu um það allt hafði hækkað nema launin og spánverjar eru sko ekki sáttir í dag enda um 20% atvinnuleysi og stefnir allt í að það muni hækka talsvert því spænska ríkisstjórnin þarf að spara svo mikið að hún ætlar að hætta nær öllum framkvæmdum.  Þið hljótið líka að muna hvað það var ódýrt á spáni, núna er það bara ekkert ódýrt.

 Gilli, þú veist auðvitað mína skoðun en þarna inn höfum við ekkert að gera. Núna þurfum við bara að fara a ð standa í lappirnar og hætta þessu bulli. Og já, eins og einhver nefndi... ég vil einhvers konar þjóstjórn í bland við utanþingsstjórn. Við verðum að fara að vinna saman og hætta með þessa ógeðis pólitík.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.