28.2.2010 | 10:20
Einar klárlega sigurvegarinn
Það liggur krystaltært fyrir í mínum huga að Einar Þ. Magnússon er sigurvegari þessa prófkjörs. Ekki spurning. En ég verð að segja að miðað við stöðu bæjarfélagsins er ég meira en mikið hissa á þeim mikla stuðningi sem Árni Sigfússon hlýtur. Hélt að flokkurinn væri hlaðinn góðu fólki og því hefði verið hægt að rugga bátnum. Kannski að Þór bróðir hans sæki um vinnu hjá honum við að lesa í gegnum pappíra sem að þarf að undirrita!!!!
En Einar hann er sigurvegarinn - það er klárt
![]() |
Árni Sigfússon með 92% atkvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einar náði góðum árangri. Held nú samt að árangur Gunnars Þórarinssonar sé athyglisverðastur. Hann náði ekki 5. sætinu eins og Einar, heldur 2. sætinu í prófkjörinu. Þar fyrir utan var Gunnar að kljást við mjög öflugan keppinaut Böðvar Jónsson sem er formaður Bæjarráðs í Reykjanesbæ. Tæpt var á mununum.
Árangur Gunnars er líklega sá glæsilegasti í prófkjörum landsins fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar hvert sem litið er.
joi (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 12:52
Jói það má vel vera að þessi Gunnar Þórarinsson hafi unnið stærstan sigur í atvkæðum talið en ég hef engar taugar til hans. En þekki Einar af góðu einu og var því ánægður að sjá árangur hans. Vona að Gunnar sé drengur góður og heiðarlegur og eigi eftir að lyfta upp hjarta Reykjanesbæjar á ný Einar hjálpi honum við það, það virðist ekki veita af.
Gísli Foster Hjartarson, 28.2.2010 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.