3.3.2010 | 14:44
Áhuginn erlendis!
Það virðist vera orðinn meiri áhugi á þessum kosningum erlendis en hér innanlands ef eitthvað er að marka það sem að maður heyrir á götum úti. Fólki finnst skrýtið að eiga að kjósa um einhvern samning sem að stendur jafnvel ekki til fara eftir hvort eð er. Fólk vill ekki borga krónu, en veit samt að ef að það hafnar þessu þá gæti það samt þurft að borga. Fólk vill að harðar sé tekið á íslensku hrunameisturunum en gert hefur verið en það virðist ganga hægt.
Miðað við þá sem að ég hef talað við þá virðast fleiri ekki ætla að mæta á kjörstað en ætla að mæta. Skondið líka að fólk telur að þessu verði svo rækilega hafnað að það hálfa væri nóg, eins og fólk átti sig ekki alveg á því að ef að þátttakan verður léleg þá verður höfnunin með litlum staf en ekki stórum, ef það segir eitthvað.
![]() |
Mikill áhugi erlendra fjölmiðla á þjóðaratkvæðagreiðslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.