5.3.2010 | 15:05
Snillingur
Ég held að menn þurfi ekkert að vera að rökræða það neitt sérstaklega en þessir maður er einn allra besti handboltaþjálfari í heimi. Árangur Alfreðs sem þjálfari sama hvar við stingum niður fæti er með ólíkindum.
Man alltaf þegar ég fór á leiki í KA-heimilinu fjörsamlega pökkuðu af fólki og stemmningin eftir því - það var ótrúlegt. Hafði farið áður á leiki með liðinu í gamla íþróttahúsinu þarna fyrir norðan en þar var ekki sama stuðið, síður en svo. Hvar man ekki eftir umræðunni um tónlistina í klefanum t.d. - alvöru rokk og ról - og kraftmikill alvöru handbolti í kjölfarið.
Annað sem að maður er farinn að gefa frekari gaum er sú staðreynd að við virðumst vera kominn með þó nokkra frábæra Íslenska þjálfara sem vel gætu allir átt eftir að láta virkilega að sér kveða erlendis næstu árin.
![]() |
Alfreð útnefndur þjálfari ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.