Augu og eyru

Hver og einn hefur sína sýn á málið og verður að fá að hafa það í friði. Það væri aumt ef að við myndum öll sjá þetta eins. Maður þarf ekki að vera sammála öðrum en manni ber að virða skoðun þeirra.
mbl.is Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott innlegg. Mín sýn á þessa kostningu er sú að mæta ekki á kjöstað er að taka ekki þátt í lýðræðinu og er það fyrir mér lítilsvirðing á skoðunum annarra og lýðræðisbaráttunni almennt, þar sem kjörsókn í þjóðaratkvæði skiptir öllu máli til að festa málsskotsréttinn í sessi. Ef fólk vill, má alveg skila auðu í mótmælaskyni, en að sitja heima er að styja við ráðamenn sem vilja ekki að fólkið hafi rödd.

Þorbergur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 15:11

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Er sammála þér með málskotsréttin. Ég vil sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin mál, endrum og eins, ekki vikulega kannski - he he. Fólk gerir það sem því hentar í kjörklefanum.

En ég velti því fyrir mér því nú þekki ég nokkuð marga sem ekki ætluðu að fara á kjörstað, er það ekki partur af lýðræðinu - þú skilur hvað ég er að fara ekki satt. En það ýtir kannski undir þessa hugsun tilhvers að vera að leyfa fólki velja ef að það sýnir því ekki áhuga - að skila auðu er allavega til marks um að fólk "gaf sér tíma".

Svo hefur nú stundum viðgengist í lýðræðiskosningum að fólk lét bíða eftir sér, sérstaklega þegar kjörstaðanjósnir voru í gangi, og lét svo stjana við sig og þáði jafnvel eitthvað fyrir frá þeim er sóttu þá og komu á kjörstað. - Vona að þessar personunjósnir á kjörstað til heyri fortíðinni, ja eða verði jafnvel bara bannaðar það hlýtur að vera partur af lúðræðinu að fá að gera þeta í friði?

Gísli Foster Hjartarson, 6.3.2010 kl. 17:14

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gísli Foster. Það er skylda okkar að mæta á kjörstað í lýðræðis-ríki! Allir hafa leyfi til að skila auðu! Er þetta ekki rétt ályktun hjá mér? M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.3.2010 kl. 20:32

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Má vera Anna en sumir telja það sem part af sínum rétti að fá bara að vera í firði með sjálfum sér.

Gísli Foster Hjartarson, 6.3.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband