Sannfærðist en frekar

Það verð ég að segja að Silfur Egils í dag sannfærði mig en frekar í þeirri skoðun að Alþingi er eins og eitt stórt brúðuleikhús. Það er ótrúlegt að hlusta á þegar t.d. menn eru spurðir einfaldrar já eðpa nei spurningar að þá geta menn ekki svarað nema með einhverjum ræðuhöldum. Þetta er ótrúlegt. Náttúruelga ótrúlegt hvernig fólk gat tekið niðurstöðu jóðaratkvæðagreiðslunnar sem var í raun og veru mjög eindöld og reynt að túlka hana út og suður. Líka gaman að t.d. formaður flokksins sem hvað harðastur hefur verið gegn þjóðaratkvæðagreiðslum var ánægður með hana, góðs viti? Hann sem sagði fyrir ekki svo margt löngu að atkvæðagreiðslan snérist ekki um líf ríkisstjórnarinnar var núna gjörsamlega kominn í annan gír, sennilegast af því að niðurstaðan var afgerandi, í raun kom aldrei neitt annað til greina að mínu mati en að þetta yrði kolfellt. Tala nú ekki um eftir að menn fóru að reyna að semja upp á nýtt áður en þeir afgreiddu fyrri samning.

Jóhanna var döpur, Bjarni var dapur, Birgitta þolanleg, Sigmundur Davíð líka, fannst Steingrímur koma skást út. Hann einhvern virkar alltaf mun meira sannfærandi en allt þetta fólk. Birgitta átti samt setningu dagsins þegar hún bað um að fólk hætta að karpa bara um þið, þið, þið og færu að tala um við.

Þegar maður hlustar á þetta flokkspólitíksa raus sannfærist ég en frekar í því að það er stórt klúður hjá ríkisstjórn og þingi að vera ekki búin að koma í gegn að sveitarstjórnarkosningarnir í maí verði personukjör - Guð hvað er kominn tími á það.


mbl.is Úrslitin vantraust á ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eins og komið er, get ég ekkert orðið neitt vissari um að þetta séu allt stór-skaðlegir vitleysingar.

Sumir hverjir vilja okkur beinlínis illt (eða það lítur þannig út.)

Hvers vegna kýs fólk þetta alltaf?

Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2010 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.