Ekkert til að grínast með

Þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekkert til að grínast með. En nú eftir mikinn áróður Sjálfstæðisfólks í sambandi við Icesave atkvæðagreiðsluna virðist svo vera sem að að kominn sé almennur grundvöllur í landinu til að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ég hefði nú viljað hafa næstu þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort ekki sé rétt að koma á personukjöri í sveitarstjórnarkosningum. Myndi vilja kjósa um það um miðjan apríl og fresta sveitarstjórnarkosningunum þangað til í október eða þar um bil.

Vona samt að ekki verði farið að boða til þjóðaratkvæða um öll möguleg og ómöguleg mál. Menn þurfa nú að finna út hvernig reglurnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur eiga að vera.

Mér fannst nú Jóhanna segja þetta með kvótakerfið sem einhverskonar skot á Bjarna Ben. en það á ekki að fíflast með svona mál.


mbl.is Næst fiskveiðistjórnunarkerfið í þjóðaratkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Tekur einhver lengur eitthvert mark á Jóhönnu Sig og Steingrími Stalín?

corvus corax, 8.3.2010 kl. 09:39

2 Smámynd: corvus corax

...eftir á að hyggja: Flott mynd af þeim Jóhönnu og Steingrími með þessari Mbl.grein.

corvus corax, 8.3.2010 kl. 09:40

3 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér. Þetta er ekkert til að grínast með. Persónukjör og svo landið eitt kjördæmi (jafnt vægi atkvæða) Og ég hefði viljað sjá peningnum sem eitt var  í þessa nýtast betur í komandi kosningum. Eins og t.d. að gera þær rafrænar og minnka þannig kostnaðinn.

Jóhanna hefur átt 10 frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur á Alþingi, og svo núna sem forsætisráðherra sá hún ekki lengur fært að nota þau fyrir þessa. Hún tróð í gegn einnota lagabastarð fyrir hana. Svo þjóðin er jú engu nær þjóðaratkvæðagreiðslu.

Alþingi þarf að fara aftur í lagagerðina. Því hún og 4flokkurinn höfnuðu frumvarpi Hreyfingarinnar, Sigmundar Ernis og Þráinns B:
http://www.althingi.is/altext/138/s/0005.html
Fyrsta alvöru frumvarpinu sem fjallar um þjóðaratkvæði og færir valdið til fólksins. Með því að hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu sem og 1/3 Alþingis.

Ég get með engu móti séð eftir það, að hún eða fjórflokknum sé nein alvara í því að gefa frá sér valdið sem þau halda um með járngreypum til þjóðarinnar.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 10:35

4 identicon

Tekur einhver lengur eitthvert mark á Bjarna Ben. Hann hefur ekki hugmynd um hvað hann vill gera, bara ekki það sem stjórnin er að gera... vá, go figure.

Já við skulum kjósa eitthvað annað yfir okkur, svo kemur það bara í ljós hvað þessir nefapar vilja gera, ef þeir komast þá nokkurn tíma að því.... hnuss

Alexander Harðarson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband