Skrautlegt lífshlaup - Bannað innan 18?

Sérstakt lífshlaup þunglyndissjúklingsins Ozzy Osbourne, sérstaklega á þeim hluta ferilsins þegar að eiturlyf, leðurblökur, slöngur og annar gleðigjafi fylgdi honum hvert fótmál, gæti orðið áhugaverð sýning. 

Ozzy náttúrulega þekktur sem söngvari Black Sabbath til að byrja með en eftir brotthvarf hans þaðan stofnaði hann sitt eigið band með Lee Kerlsake úr Uriah Heep, Bob Daisley, bassaleikara Rainbow og síðar með Uriah Heep og Gary Moore t.d. og svo gítarleikaranum Randy Rhoads úr Quiet Riot (sem reyndar hvarf alltof snemma úr þessari jarðvist eftir nokkuð sérstakt flugslys þar sem hann ásamt rútubílstjóra bandsins, sem flaug vélinni, og hárgreiðslumeistara bandsins fórust öll. Þetta gerðist rétt fyrir opnun tónleikaferðar). Þetta band var byrjunin á sólóferlinum en margt hefur gengið á síðan. Það ætli ég ekki að telja allt upp hér. Síðustu ár hefur Osbourne-fjölskyldan aðallega verið þekkt fyrir raunveruleikaþátt um fjölskyldulífið. Þættirnir slógu í gegn og komu fjölskyldunni í sviðsljósið en hún var ekki öll alveg að höndla það á tímabili. Það er frekar rólegt yfir blessaðri fjölskyldunni þessa dagana helst að það sé Kelly Osbourne sem lætur á sér kræla.

En bíómynd um líf þessa söngvara gætu orðið þess virði að sjá ef að ekkert verður skafið undan. Spurning hvort að það þyrfti þá bara ekki frekar að vera minisería fyrir sjónvarp?

Set hérna 2 myndbönd með. Fyrra myndabandið minnir mig á fjöldann allan af partýum í kjallara í húsi við Illugagötu hér í Eyjum. Set svo Dreamer þarna inn líka sem gerði það nú aldeilis gott hérna fyrir nokkrum árum.

 

 

 


mbl.is Ævisagan verði kvikmynduð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband