22.3.2010 | 09:43
Heitari en sólin.....
...er lag með Todmobile. Það á nú bara nokkuð vel við Phoenix Suns þessa dagana enda búin að vera á góðu skriði eftir Stjörnuleikinn, þó svo að nokkrir dropar hafi fallið til jarðar í ein 3 skipti.
Góður sigur gegn Portland í nótt Hill og Stoudemire með tvöfalda tvennu. En það ótrúlega við þennan leik er að Suns náðu að setja á svið góðan varnarleik sem gerist nú ekki of. Lágt stigaskor hjá þeim er skorðuðu mest 18, 17, 16, 12, og 10 sem er bara í góðu lagi á meðan leikirnir vinnast.
Hlutfallið komið í 44 - 26 sem er bara skrambi gott og menn komnir með betri stöðu í 5 sætinu í vesturdeildinni en þetta er ekki búið en. Strangt útileikja prógramm til að enda reglulega tímabilið. 12 leikir eftir, 4 heima og 8 úti. Golden State úti í kvöld, New York heima á föstudag. Síðan útileikir sunnudag, þriðjudag, miðvikudag, föstudag og laugardag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.