Fána(ó)lögin!

Lengi hefur mér fundist menn altof ragir við að leyfa notkun þjóðfánans á hinar og þessar vörur og viðburði. Manni hefur fundist þetta sérstaklega strangt hér á landi miðað við hvernig þetta virðist vera víða annarsstaðar í heiminum. Smá tilslökun og ég anda léttar.
mbl.is Stefnt að breytingu á fánalögum í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núverandi ríkisstjórn er að mínu mati að skaða land og þjóð varanlega með röngum aðgerðum og/eða aðgerðarleysi sitt á hvað.

Þeir hafa haft að engu hagsmuni íslensks almúga en gætt í hvívetna hagsmuna einstakra vina.

Og nú ætla þeir að fara að setja ný lög sem heimlia einkavinum þeirra að nota íslenska þjóðfánan sem vörumerkið sitt ?

Ég tek þessum lögum með ófögnuði og tel þrátt fyrir að þetta séu málefni sem vissulega megi skoða að þá sé þjóðarímyndin það viðkvæm í augnablikinu að þessar breytingar mættu bíða betri tíma.

Og þessi tími sem þeir ætla að setja í þessa lagasetningu væri betur nýttur í eitthvað skynsamlegra, skuldavanda, atvinnumál eða eitthvað á þeim nótunum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 13:15

2 identicon

Það væri líklega best ef Ísland myndi koma sér upp merki með litum þjóðfánans til að setja á útlutingnsvörur.  Margar þjóðir gera það.  Austurríki er mjög gott dæmi þess.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 13:43

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já spurningin um jafnvel svona útfærslu eins og Stefán segir það hefur svo sem verið útfært með einhverja hluti í þeim anda og getur komið vel út. sum fyrirtæki leyfa sér að nota þessa liti svolítið og það hefur sum staðar gefist vel.

Gísli Foster Hjartarson, 23.3.2010 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband