Vasaklúturinn og skötuselurinn

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri samtakanna minna hefur nú gengið undir nafninu Villi vasaklútur frá því að hann fór flatt hér um árið. Gengur eiginlega undir þessu nafni hjá mér rétt eins og Jenni rauði og Tryggvi beikon t.d.. Gælunafnið bara samofið karlanganum. Mikið innilega átti þetta vasaklútsnafn vel við í kvöld því karlinnvar hvorki fugl né skötuselur í viðtalinu í Kastljósinu. Hann var eins og hann væri að verja auman málstað og reyndi að svara með flækjum og klækjum en ekkert gekk. Hann vann ekki fyrir kaupinu sínu ef að þið spyrjið mig.

En annað er það nú sem slær mig. Hefði maður vitað að skötuselurinn, blessaður fríðleiksfiskurinn, þessi tegund sem á sínum tíma var allur skorinn til og "halinn" settur á pönnur og keyrt inn í frysti í Fiskiðjunni. Ekkert var svo hirt um hann fyrr en kominn var slatti af pönnum með "hölum". Þá var maður settur í fokka hann, í stóran og smáan, og pakka. Hefði ég vitað þá að þessi tegund ætti eftir að hrista svona upp í þjóðfélaginu þá hefði ég ekki alltaf blótað þegar til stóð að fara í pökkun.

Nú bíð ég bara eftir að stórlúðan skjótist framá sjónarsviðið sem stórleikari í Íslandssögunni!!!


mbl.is Segir að rætt hafi verið um skötuselinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er góður, fallega ljóti skötuselurinn:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband