27.3.2010 | 09:32
Móðir náttúra
Það getur verið gaman að sjá svona gos, jæja það er gaman að sjá svona gos væri nær að segja. En aðgát skal höfðí nærveru sálar og þvíber að fara að öllu með gát á svona stöðum eins og þarna á Fimmvörðuhálsi og nágrenni. Það er á hreinu að Móðir náttúra hringir ekki á undan sér til að láta vita hvað muni gerast næst. Það er auðvelt að gleyma sér við að sjá eins tilkomumikla hluti og svona gos. - Bið fólk því að fara að öllu meðgát þegar það kíkir á herlegheitin.
Keyrði þarna framhjá á ferð minni austur á land í gær. Ekkert að sjá af þjóðvegi 1 þegar ég fór um en sá þyrlur í túristahug á sveimi á svæ'inu í kringum Hótel Rangá
![]() |
Vaxandi órói í eldgosinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.