Malið í VG og önnur dýrahljóð

Baulið í Samfó, ýlfrið í Sjálfst., jarmið í Framsókn og hneggið í Borgó.

Allt er þetta ámóta máttlaust lið svo ekki sé meira sagt.  Orð Ömma um að þessi hugsunarháttur hafi verið Akkilesarhæll íslenskrar stjórnmála á liðnum tíma má kannski til sansvegar færa. En ég er nú helst á því að helsti Akkilesarhæll íslenskra stjórnmála um langan tíma séu vinnubrögð þeirra ,skortur á aga og festu. En þetta með hjarðmennskuna er sennilega nokkuð rétt hjá honum.

Orð Jóhönnu hljóta að vekja VG og Samfó til umhugsunar um það hvort eitthvað af viti sé í gangi í stjórnarsamstarfinu held að fólk ætti að líta þetta þeim augum.  Trúi því reyndar ekki að þessir tveir flokkar ætli að klúðra stjórnarsamstarfinu á innan við einu ári. Aumur er þá metnaður og samstarfshugur þessa fólks sem telur sig vera aðeins til vinstri í hinu íslenska pólitíska umhverfi.


mbl.is Þingflokkur VG á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nóa köttinn minn grunaði ekki að gæti orðið valdur að stjórnarslitum.

Finnur Bárðarson, 29.3.2010 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.