1.4.2010 | 09:15
Sjúklegt!!!
Get ekki að því gert en mér finnst þessi áhugi á að komast "inn undir" gosið svolítið sjúklegur. Ég man örlítið eftir upphafi gossins á Heimaey. Ég man óttann sem að greip um sig. Maður hefur upplifað vangaveltur fólks frá þessum tíma. Svolítið sérstakt kannski að þrátt fyrir að allt þetta fólk flutti tilbaka aftur til Eyja þá stendur því ekki á sama þegar svona hlutir gerast. Mikið af fólki sem að maður ræðir við segir bara ég er búin að upplifa þetta og fékk nóg af því. Sumir bæta við það er greinilegt að þetta lið þurfti ekki að flýja heimili sín, jafnvel með börn í fanginu. Ætli þetta fólk geri sér allt grein fyrir krafti ogduttlungum móður náttúru?
Svolítið kómískt að á sama tíma er stór hluti þjóðarinnar með njálg í að komast sem næst gosinu,án þess að vita nokkuð hvað því dettur íhugað gera næst. Jarðfræðingar gátu ekki sagt um að gosið væri að byrja né heldur þessa opnun í gær og því hlýtur maður að spyrja sig hversu gæfulegt er að hleypa fólki eins nálægt gosinu og virðist hafa verið gert? Ég reikna nú með því að minn gamli bekkjarbróðir Víðir Reynisson setji tappa í umferðina þarna upp. Vissulega er þetta mikið og glæsilegt sjónarspil en maður les ekki hugsanir svona eldstöðva - Bið fólk að fara varlega
Vel gekk að rýma gossvæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála þér með þetta. Alveg hreint ótrúlegt, fólk virðist halda að þetta sé einhver þjóðhátíð þarna, komin þannig stemming í þetta allt saman. Fólk fer með börn með sér, hefur maður heyrt, eins og þetta sé dýragarðsferð.
vonandi bara að enginn slasi sig á þessu brölti.
Hef engann áhuga á þessu annan en að fylgjast með þessu á fréttamyndum, finnst það alveg nóg.
eyjamær (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 09:37
Ég skil ekki alveg þessa nálgunarþörf við að snerta gosið eða tekið upp hraunmolanna:)Sjónarspilið er frábært í fjarlægð..Eins og þú segir veit enginn hvað gerist NÚNA...hvað hugsar fólkið??? okkur verður bjargað(vona að gerist ekkert slæmt samt) björgunarsveitunum ef eitthvað verður og svo fáum við fría Þyrluferð...Svo verður fólkið hálfvitlaust ef það er sett stopp á þessa miklu nálgun...
Kanski eitthvað frá Jóhönnu og Steingrími að hleypa fólki svona nálægt,hehe...gleyma aðeins þessu pólitíska þrasi...
Já biðjum fólk að fara varlega..
Halldór Jóhannsson, 1.4.2010 kl. 09:43
Þetta er ekkert öðruvísi en þrettánda-, áramóta og þjóðhátiðarbrennur sem gert er út á þótt fólk hafi þurft að flýja heimili sín vegna eldsvoða.
Vigfús (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 11:01
Sæll Gísli Foster. Ég er sammála þér í að aldrei er of varlega farið í kringum svona náttúru-umbrot og fólk verður sjálft að taka ábyrgð á því að hluta til, að fara óvarlega.
Margir eiga erviðar minningar um gos og þeim er ekki skemmt þegar ógnaröfl náttúrunnar fara sínar eigin leiðir. Er svo lánsöm að hafa ekki slíkar erviðar minningar og þakka ég fyrir það. Reyni samt að setja mig í spor þeirra sem hafa upplifað slíkt. En það er ervitt að skilja almennilega það sem maður hefur ekki prófað. M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.4.2010 kl. 11:35
Ég man ekki hver vísindamaðurinn var sem sagði fyrir nokkrum dögum að gosið gæti jafnvel hafa náð hámarki. Kannski benti eitthvað til þess, en það er greinilega ekki alltaf hægt að reiða sig á fyrri hegðun eldgosa til að reikna út ókomna hluti. Eða sýndist ykkur allt liggja í láginni þegar jörð rifnaði á öðrum stað og spúði af áfergju um leið og mér sýndust vefmyndavélar gefa til kynna að eldri sprungan herti sig frekar en hitt ?? Fræðingarnir sinna örugglega vel sínum störfum, en þarna kom náttúran á óvart. Berum fulla virðingu fyrir henni og förum að öllu með gát.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 1.4.2010 kl. 16:31
Þið hafið nákvæmlega engan skilning á málinu. Hér er þjóð í öngum sínum og þráir að komast í snertingu við eitthvað áþreifanlegt, loksins eftir blekkingar og lygar árum saman.
Og þið tuðið.
Sjóan (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 13:22
Hmm, áþreifanlegt. Ég ætla rétt að vona að enginn fari að þreifa á heitu hrauni....
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 2.4.2010 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.