Ekkert flug!!!

Æiég veit ekki fyrir utan eina og eina rispu þá fannst mér þessi leikur aldrei komast á það flug sem að maður vonaðist til. United liðið olli mér vonbrigðum annan leikinn í röð. Það er svo sem ekki hægt að ætlast til að þeir nái sér alltaf á flug þessir rauðu djöflar. Nani blés nú samt lífi í þetta. Verður gaman að sjá hann gegn Bayern.

Fyrir okkur sem höldum ekki með þessum liðum þá þá voru þessi úrslit kannski það sem að við vildum sjá. Skitpingar á toppnum og 5 leikir eftir. Svo má þá Arsenal vinna úlfana nú á eftir. 

Skal samt taka það fram að ég er nú svo grillaður að ég vil ekki að sama liðið vinni deild eða bikar 2 ár í röð. Vil hafa svona flæði á þessu.


mbl.is Chelsea aftur á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Rúnar Karlsson

Ég er sammála þér Gísli! Ég er nú eldheitur ManUtd. maður, en játa fúslega talsvert getuleysi minna manna. Og þó mörk Chelsea manna hafi kannski ekki verið þau glæsilegustu (auðvitað mismunandi smekkur fólks þar um!), þá voru það mörk engu að síður, og það þrátt fyrir að mark Drogba hafi líklega verið rangstöðumark og þar með ekki gilt, þá er ég það "réttsýnn" ManUtd. maður að mér fannst þessi úrslit vera sanngjörn! United hefði verið heppið að krækja í stig í þessum leik, en eins og þú bendir á þá setur þetta bara spennu í deildina og þó ég vilji alltaf að mitt lið standi uppi sem meistari, þá er ég soldið sammála síðustu málsgrein þinni að sportið hafi ekki gott af því að sama liðið vinni ár eftir ár!

bestu kveðjur til allra Chelsea aðdáenda. Til hamingju með sigurinn, þið voruð raunverulega vel að honum komnir! En við spyrjum að leikslokum!

Kristinn Rúnar Karlsson, 3.4.2010 kl. 14:28

2 identicon

Takk kærlega fyrir það.

Þráinn. (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 15:26

3 Smámynd: Gunnlaugur H Gunnlaugsson

Man. UTD voru bara arfa slappir heilt yfir og flugu mörg ljót ord úr mínum munni (gott ad fólk hér skilur ekki íslensku ;))) Einu mennirnir sem syndu grimmd voru bakverdirnir, daema hefdi átt 3 vítasp. en UTD voru sjálfum sér verstir.

Áfram Man. UTD. kemur naest.kv. G

Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 3.4.2010 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband