3.4.2010 | 14:29
Allt að gerast!
Hægt og rólega,en vonandi örugglega,nálgast opnunin á höfninni í Bakkafjöru. Það er kominn smá hugur í fólk fyrir opnun hafnarinnar og þessari nýju siglingaleið. Sem mun ef allt gengur upp geta orðið bylting í samgöngum við Eyjar. Ekki amamlegt að á meðan allt er með smá halla í samfélaginu þá ætla menn að klára þetta verk og það vonandi á tíma. Það er þá upphafs atriði goslokahátíðar 2010 sigling í og úr Bakkafjöruhöfn.
Vona að dýkunarskipinu og áhöfn þess vegni vel við vinnu sínaog hún verði áfallalaus.
Erfitt verk fyrir höndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verður hægt að halda þessu opnu?
itg (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 15:07
Það vissu allir að þetta yrði erfitt verk. Sandurinn mun ausast þarna inn í miklu magni með straumum og svo einnig tel ég að við hverja ferð herjólfs myndist straumur niður við botn sem hreyfir við honum því ekki verður dýpið það mikið.
En fyrst það var farið í þessa framkvæmd og ég fékk ekkert að ráða um það þá vona ég bara að það verði ekki mikið úr þeim svartsýnisspám sem margir reyndir sjómenn drógu upp. Svo persónulega á ég eftir að fara í einhverskonar meðferð við bílaþreytu en ég á í stökustu vandræðum með að halda mér vakandi þegar ég er að keyra ef ég þarf að keyra meira en klukkutíma......og það á hætturlegasta þjóðvegi landsins. Þarf að stoppa í góði kaffipásu á Selfossi og svo á Hellu til að þetta takist.
Stefán Þór Steindórsson, 3.4.2010 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.