Að moka flórinn

Það þarf nú eitthvað meira en svona fagurgala blístr til að þess að maður kaupa það að menn ætli að taka til í sínum röðum. Flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn t.d. þarf að taka ærlega til hjá sér. Þar sitja meira að segja þingmenn sem eiga að víkja. En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki eini flokkurinn sem svona er komið fyrir.

Nú er kominn tími á að láta verkin tala hjá þessum flokkum, og þá meina ég í þágu þjóðar en ekki vina og vandamanna.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur víkur ekki frá ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Byrjar hann nú enn kjaftavaðallinn um að axla ábyrgð. Nú er kominn tími til að menn skilji það að enginn axlar ábyrgð á neinu með því að segjast ætla að gera eitthvað sem enga merkingu hefur eftir að orðinu sleppir.

Maður sem barnar konu og segist axla ábyrgðina gerir það með því að viðurkenna barnið og annað hvort giftast konunni eða taka sinn þátt í uppeldi barnsins.

Hann sleppur ekki með því einu að segjast axla ábyrgð á drættinum. 

"Ég mun fara yfir þennan dóm og draga af honum lærdóm" Var það ekki svona sem Björn Bjarnason dómdmálaráðherra brást við þegar hann fékk úrskurðinn um að hafa brotið jafnréttislög?

Árni Gunnarsson, 13.4.2010 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband