Alir á fætur!!!!!

Það er með ólíkindum ef að eitthvað er að marka þessa frétt. Er verið að reyna að telja manni trú um að fólk innan Sjálfstæðisflokksins sé núna fyrst að vakna til lífsins með gjörðir þær er tengjast Þorgerði Katrínu? Ég bara neita að trúa því. Það er búin að vera krafa um þetta í fleiri, fleiri mánuði. Ekki reyna að segja mér að það sé núna fyrst sem fólk er að opna augun. Mikið helvíti má þá vera mikið um að fólk lifi´sínu daglega lífi með bæði lokuð eyru og augu.

Ætli þetta fólk viti að sama krafa hefur verið uppi í garð Illuga Gunnars og þeim hefur farið fjölgandi sem vilja sjá drenginn með silfurskeiðina, formann flokksins Bjarna Ben líka hugsa sinn gang og það alvarlega. ...ætla ekki að telja upp fleiri innan þessa flokks.

Björgvin G. - öllum eru kunnug afglöp hans og andvaraleysi. Össur og salan á sparisjóðsbréfunum. Árni Þór og samskonar bréfasala. Allir sem sátu í þar síðustu ríkisstjórn og sváfu á verðinum, ríkisstjórn Geirs H. .......man nú ekki meira í bili. En þetta lið á allt að ýta á stopp takkann og sjá sóma sinn í að bakka út.

Allir þessir þingmenn sem hlutu styrki/mútur upp á milljónir, nokkuð langar listi, efstar voru Steinunn Valdís og Þorgerður Katrín ef að ég man rétt - hvað ætli þetta fólk sé að hugsa? .....alveg er ég viss um að það er ekki að hugsa það sama og þjóðin er að gera, ætla það hugsi ekki frekar eins og útrásarvíkingarnir? þ.e.a.s. ég um mig frá mér til mín, svo þá er þetta allt í lagi.

 


mbl.is Vilja að varaformaðurinn víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Auðvitað verður allt þetta fólk sem þú telur upp að víkja úr ríkisstjórn. Þau eru heppin ef þeim verður ekki vísað úr landi eftir öll svikin? Þó hef ég þá tilfinningu að Björgvin G. sé heiðarlegur og hafi fengið óverðskuldaðan syndabagga? M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.4.2010 kl. 08:04

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rétt: Það hefur ekkert nýtt komið í ljós sem gefur efni til þessara skjótu viðbragða. Ekki man ég betur en að bæði form. og varaform. Flokksins hafi hlegið að öllum ábendingum í þá veru að þeirra forysta væri á mjórri línu siðgæðis.

Mig minnir að þau hafi bæði lýst því yfir að þau myndu taka við skilaboðum Flokksins hvað þeirra siðgæði áhrærði.

Flokkurinn gaf þeim siðgæðisvottorð:

Með lófataki!

Getur verið að það hafi (á þeim tíma) verið einhver siðgæðisbrestur í þessum flokki svona almennt?

Og er einboðið að nú hafi verið spartlað yfir þann galla?

Árni Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 08:04

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Eitt leiðir af öðru. Nú tekur Þorgerður pokann sinn og næst verður það Bjarni Ben. Það er óhjákvæmilegt. Það væri því eðlilegast að þau segðu af sér bæði samtímis. Vandinn er bara sá að ráðandi MENN í sjálsftæðisflokknum hafa engan innvígðan og innmúraðann til að taka við forystunni. Bjarni verður því að axla forysuhlutverkið án þess að valda því fram að næsta landsfundi. Fyrrverandi skipper og bæjarstjóri á Akureyri mun ekki hljóta náðar fyrir augum þeirra.

Þetta er því versta krísa sem FLokkurinn stendur framfyrir nokkrusinni.

Gísli Ingvarsson, 17.4.2010 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.