Kötturinn og músin

Þetta var eins og kötturinn og músin í dag, það eru meira að segja 2 og hálf eftir enn. Keflvíkingar með stjörnuleik þar sem nánast allt gekk upp, svei mér þá. Á sama tíma komumst fáir hjá Snæfelli á flug og neistinn var ekki til staðar. En það er eins og oft er sagt þú spilar ekkert betur en andstæðingurinn leyfir. 1-0 Keflavík. Þetta verður erfitt, hver vissi það svo sem ekki? Næsti leikur er jú í Hólminum og hann verður að vinnast. Jújú menn segja það er bara 1-0 en svo einfallt er það ekki það er oft erfitt að rífa sig upp eftir stórt tap. En ég náttúrulega vona að svo verði ekki. Hlakka til að sjá hvað gerist í Hólminum á fimmtudag. - Áfram Snæfell
mbl.is Keflavík vann öruggan sigur í fyrsta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Held að það hjálpi Keflvíkingum að þeir hafa komið pínulítið bakdyramegin að þessu, þrátt fyrir að hafa lent í 2.sæti. Allir töluðu um að KR-Snæfell væri hálfgert úrslitaeinvígi og Keflvíkingarnir græða auðvitað bara á því. En maður væri vitlaus að halda að Snæfellingar myndu gefast upp við þetta... einvígið er hvergi nærri búið

Smári Jökull Jónsson, 19.4.2010 kl. 21:09

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Í 2.sæti í deildinni átti ég við auðvitað :-)

Smári Jökull Jónsson, 19.4.2010 kl. 21:09

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það er dálítið til í þessu hjá Smára. Keflavík hefur ekki verið neitt í umræðunni um eitt eða neitt í allan vetur. Það vour Grindvíkingar og KR ingar sem þóttu líklegastir ásamt Njarðvík og jafnvel Snæfelli. En við sem þekkjum Keflavík vitum hvað býr í þessu liði plús það að það hefur verið stígandi í okkar liði og þeir eru að toppa á nákvæmlega réttum tíma. En þetta er alls ekki búið, maður hefur séð 40 stiga sveiflu í úrslitakeppni þannig að ég er alveg rólegur og býst nú ekki alveg við að við tökum við dollu á laugardag.

Gísli Sigurðsson, 19.4.2010 kl. 21:24

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þarna fór morgundagurinn í súginn...

Var að vona að Snæfell tæki þetta í kvöld svo hægt væri að stríða vinnufélögunum sem þurftu að taka sér frí á kaffi, spenningurinn var svo gríðarlegur...

En það gengur betur næst...

Hlynur kemur til með að píska sína menn til sigurs, allavega er það mín von...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 19.4.2010 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.