20.4.2010 | 11:16
Æfing!!!
Mikið má hafa verið grillað ef að þetta gos er ekkert annað en æfing. Gaman ef að forsetinn segði fólkinu undir fjöllunum þetta augliti til auglitis. Trúi því varla að menn segi svona, eða hafi sagt þetta.
Auðvitað geta svona hlutir orðið miklu verri, það er ekki spurning. En ef menn hafa kallað þetta æfingu þá eru menn ekki með öllum mjalla, ja allavega í mínum huga
Gosið nú lítið annað en æfing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Getur einhver stoppað þessa upplýsingagjöf í þessum aðstæðum sem íslenska þjóðin er? Þurfum við þessa hrakspá?
Trúum við svo þegar ÓRG aðspurður segir að þesssi ummæli hafi verið misskilningur? Í fúlustu alvöru sé fréttin rétt er ekki einhver sem getur stoppað þessi samtöl við erlenda pressu? Þetta er martröð.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 11:28
Þetta eru ef til vill ein af mörgum ummælum ÓRG sem eru rangtúlkuð.
Njörður Helgason, 20.4.2010 kl. 11:29
Tek undir með Nyrði. Líkast til sagði Ólafur þetta ekki. Enn og aftur rangtúlkun. Hann sagði að "því miður gæti þetta verið upp á einhverju meira"
Brynjar Jóhannsson, 20.4.2010 kl. 12:45
Er þá Mogginn með lélegt lið í vinnu ef að þýðing þeirra er svona vitlaus? Eins og ég segi þarna þá trúi ég því varla að hann hafi sagt þetta. þetta segir okkur kannski þá bara hvað Mogginn er orðinn dapur ef að vinnan á bak við fréttina er ekki betri. Ja eða þá að menn gera þetta viljandi?
Gísli Foster Hjartarson, 20.4.2010 kl. 12:56
Var hann að ljúga? Myndi kötlugos ekki vera mikið verra?
CrazyGuy (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 14:13
Hann er ekki að ljúga því að það gæti orðið verra, engin lygi þar. En að kalla þetta æfingu var það sem að mér blöskraði
Gísli Foster Hjartarson, 20.4.2010 kl. 15:46
Hann sagði að þetta væri eins og æfing í samanburðinum við Kötlugos. Held að fáir geri sér betur grein fyrir sannleiksgildi þessa samjöfnuðar en fólkið undir Eyjafjöllum.
jolli (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.