22.4.2010 | 21:03
Steinun Valdís var ein í heiminum!
Æi hvað það er aumkunarvert þegar fólk skynjar ekki umhverfið í kringum sig. Hef þó þá trú að þetta dugi henni skammt. Hún heldur náttúrulega að það að þiggja milljónir í styrk frá einhverjum hafi engin áhrif á mann!!! Vá hvað hún er spes. Hef nú þá trú að þeir flokksmenn sem ekki segja sig úr flokknum muni sjá til þess að hún dragi sig í hlé. ....sem að hún á að vera löngu búin að gera ef að þið spyrjið mig.
Segir ásakanir á hendur sér rangar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hún á að hverfa hið snarasta:(
Halldór Jóhannsson, 22.4.2010 kl. 21:23
Stóran hlut af styrkjunum frá Landsbankanum, fékk hún sem borgarstjóri.
Landsbankamenn áttu nú nokkuð margar lóðir í 101 og mörg erindi um framkvæmdir voru komin inn í borgarkerfið á þeim tíma. Eins og Tónlistarhúsið og fleiri mannvirki á lóðinni alveg að Bæjarins bestu og Kolaportinu.
Ég held að fólk sé ekki eða vilji ekki átta sig á því, hvað Alþingi fékk þungan dóm í skýrslunni. Miðað við hvað hlutverk Alþingis er í dag, þá eru of margir á þingi.
En ef að hlutverk Alþingis væri það sem það á að vera, þá þarf að styrkja nefndarsvið Alþingis verulega, svo Alþingi sé þess albúið að sinna hlutverki sínu sem löggjafi.
Það þarf því að lengja þingið út júní. Nota tímann til að koma af stað aðgerðum til að halda sjó fram í október, hið minnsta. Leita leiða til að efla nefndarsvið Alþingis. Að því loknu á að rjúfa þing og efna til kosninga, fyrstu eða aðra helgina í október og leyfa þar með þjóðinni að ákveða, hverja hún vill hafa á þingi.
Það verða aldrei nægar hreinsanir, þrátt fyrir kröfur um afsagnir og ef að afsagnarkapallinn gengi upp, þá kæmu í einni hendingu 12-15 varaþingmenn inn á þing, auk þess sem að Samfylkingin myndi skipta út þremur ráðherrum, fyrir þá sem voru í hrunstjórninni og ekki er ég að sjá neina skárri kandidata í þingliði Samfylkingar í þau djobb.
Kristinn Karl Brynjarsson, 22.4.2010 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.