Elsku karlinn minn!

Gott og vel Sigmundur Davíð búinn að kasta inn handklæðinu og biðjast afsökunar á verkum Dóra frænda og félaga. Allt í lagi. Hans flokkur náttúrulega dró þjóðarskútuna inn í þennan brimskafla ásamt öðrum lengstum og á litlar þakkir skyldar fyrir það. 

En þetta er ekki búið, það er en verið að gera upp kassann frá þessari háskaför og það mun taka svo lítínn tíma í viðbót það er víst. Mikið af því fólk er tjóninu olli er en að reyna að svíkja út tryggingafé. Svo finnst mér pínu athyglisvert að hann hjólar í nýja ríkisstjórn fyrir að vera ekki lögð af stað inn í framtíðina á fleygiferð. Ég er svo sem ekkert hissa á því að menn æði ekki bara af stað með alla þessa drullu en um borð. Það þarf að þrífa skútuna og koma henni í stand áður en haldið er á miðin á ný. Það hefur gengið hægt því ýmsir aðilar þvælst bara fyrir.

Auðvitað vilja nú pólitíkusar drífa sig fram veginn og helst sleppa því að gera að fullu upp við fortíðina og allt það bull er menn stóðu þar að. Maður heyrir á eins og t.d. Steinunni Valdísi að höfuðið hefur ekki en verið skrúfað aftur á þetta lið, og það er ekki bara hún sem er með höfuðið laust á. Það er fóður hópur af fólkinu þarna en í bullinu. Framsókn má eiga það að þeir losuðu sig við megnið af gamlingjunum sem höfðu notið ferðarinnar í gegnum árin með Íhaldinu, og makað krókinn. En það verð ég að segja að t.d. Íhaldið og Samfó eru en í vissri afneitun og þá sérstaklega þeir sem hæstu eru skrifaðir innan flokkanna. Fólk á að segja af sér en ekki stíga til hliðar. Ef fólk hefur áhuga á að koma aftur inn þá mun það fá tækifæri til þess seinna vænti ég.

Almenningurinn vill klára að moka út og halda svo áfram veginn með nýtt fólk í farteskinu, geri ég ráð fyrir. En það gerist ekki fyrr en allir flokkar hafa tekið til hjá sér og farið í ærlega naflaskoðun.


mbl.is Framsóknarflokkur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður pistill Gísli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2010 kl. 16:09

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þakka þér Axel Jóhann

Gísli Foster Hjartarson, 24.4.2010 kl. 17:07

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég er ekki að skilja landann. Hann heimtar að stjórnmálamenn og aðrir sýni iðrun og biðjist afsökunar. Nú hefur einn (eingöngu einn) stjórnmálaleiðtogi stigið fram (það er ekki vaninn hér á landi að beðist sé afsökunar á því sem miður fer) og gert það fyrir hönd síns flokks og það fljótlega eftir rannsóknarskýrsluna. En. Þá er það heldur ekki nógu gott? Hvað getur breyst hér á landi ef stjórnmálamenn MEGA EKKI EINU SINNI BIÐJAST AFSÖKUNAR án þess að það sé nánast fordæmt hér á blogginu. Afsakið en ég er ekki að skilja menn hérna.

Guðmundur St Ragnarsson, 24.4.2010 kl. 18:16

4 identicon

Sammála Guðmundi en það er eitt sem fer í taugarnar á mér og það er sú staðreynd að þjóðin þurfi að greiða þessu liði sem bar pólitíska ábirgð lífeyri ég sé eftir hverri krónu til þessa fólks. Hugsa með hryllingi til þess að þurfa að greiða þessu liði margföld verkamannalaun til æviloka.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.