Stál í stál?

Það er spurning hvort að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu þetta árið verði Stál í stál (Inter gegn Bayern) Það gæti orðið svakalegur leikur, rétt eins og reyndar Barcelona gegn Bayern gætir orðið.  Bayern með hreina og klára yfirburði í kvöld svo mikla í raun að það hálfa hefði verið nóg. Svo sannarlega verðskuldað að þeir skuli vera komnir í úrslit - ég gleðst yfr því  (og sennielga líka Björn Bjarnason, eftirlaunaþegi)

Heyrði í manni á Spáni um daginn. Hann gaf í skyn að Madrídingar kærðu sig ekkert um það að Börsungar kæmust í úrslit og næðu kannski að verja titil sinn á heimavelli Real Madríd, þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Börsungar eiga hins vegar en möguleika á að vera fyrsta liðið til að verja titil sinn eftir að Meistaradeildin var stofnuð - það yrði nú aldeilid afrek, en það verður að sgjast eins og er að það er á brattann að sækja hjá þeim. Við sjáum hvað setur annað kvöld.


mbl.is Bæjarar örugglega í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe, Fosterinn fyrstur eins og venjulega :D

 Annars er spurning með úrslitin. Ribery verður væntanlega í banni, og hans er þörf gegn fantasterkum liðum eins og Barca og Inter. Klose í meðslum sömuleiðis.

Held Bayern taki ekki titilinn, en þeir eru komnir í úrslit á sanngjarnan hátt. Jörðuðu Lyon, sjaldan séð annað eins í undanúrslitum CL.

Annars spái ég því að Inter taki þetta 1-0. Þeir munu skora úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og svo liggja "meiddir" út um víðan völl til leiksloka...Ítalir :) Kv...

Eiki S. (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 23:35

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Eiki - sumir hlaupa að tölvunni umleið og leik líkur - he he - þá man maður líka eitthvað umleikinn enn.

Já er ekkert viss um að Jóðlararnir klári leikinn en þeir verðskulda að vera þarna miðað við hvernig þeir hafa spilað eftir að riðlakeppni lauk.

Spurning hvort að ég á nokkuð að vera að setjast fyrir framan skjáinn í kvöld ef að þetta verður eins og þú segir. Fæ mér frekar einhverja ævintýrabók leggst á koddann og sofna snemma!!!!

Gísli Foster Hjartarson, 28.4.2010 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband