Uppsögn blasir við!!!!

Er nokkuð annað að gera en að víkja manninum úr starfi ef að hann vill ekki þiggja þessar mútur frá bankaráðinu?

Getur verið að þetta bankaráð þurfi að hugsa sinn gang?


mbl.is Már myndi ekki þiggja launahækkunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Forsterinn!

Maðurinn er siðblindur og á að fara frá!

Hann er búinn að afhjúpa sína græðgi á kostnað fátækra og svikinna!

Megi Már-verdrens-svikari skammast sín fyrir að horfa upp á sveltandi fólk með svikin 100-200 þúsund í laun, sem far beint í banka-skuldir?

Og að Már hafi virkilega geð í sér að taka við sið-brenglaðri upphæð í launahækkun í samræmi við sið-brenglaða afkomu almennings á Íslandi á gjaldþrota-þjófa-svika tímum? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2010 kl. 20:00

2 identicon

Anna, þú verður að passa að bræðin nái ekki að trufla hugsunina. Er hann ekki að HAFNA 400 þúsund kr launahækkun? Ég myndi vilja sjá þig gera slíkt hið sama!!!!

Nonni (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 20:21

3 identicon

Reka fíflið úr kastljósinu á undan öllum öðrum.

Þvílík fáheyrð vanhæfni!

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 20:35

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það samt eitt athyglisvert í þessu. Ríkisstjórnin setur lög um Kjararáð og laun svokallaðra "ríkisforstjóra" og þar með talið, laun Seðlabankastjóra og lýðurinn klappar og fagnar þessu gríðarlega þjóðþrifamáli á leið íslensks almúga til "norrænnar velferðar".

Svo setur þessi sama ríkisstjórn lög um Seðlabanka Íslands og hefur í þeim lögum ákvæði um bankaráð Seðlabankans geti breytt niðurstöðu Kjararáðs, hvað laun Seðlabankastjóra varðar.

Það má því alveg spyrja, hvort að Kjararáð sé ekki óþörf stofnun? Stjórnir hinna ríkisfyrirtækjana hljóta að geta ákveðið laun sinna forstjóra eins og bankaráð (stjórn) Seðlabankans.

Svo gæti auðvitað málamyndalausnin verið, ef að bankaráð Seðlabankans telji að Már geti lifað af þessum 1300 þúsundum, sem hann hefur eða á samkvæmt Kjaradómi að hafa í laun á mánuði, að bankaráðið veiti honum heimild, til að taka einn frídag á viku á fullum launum, til þess að mæta í biðröðina, niður í Fjölskylduhjálp Íslands.

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.5.2010 kl. 20:39

5 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Nonni, þú ert eitthvað að misskilja, hann fær þessar 400 þúsund ofan á þær 1.3 milljón sem hann hefur fyrir. Hann er bara að snúa útúr og bullar í okkur að þetta sé í raun launalækkun því hann telur sig hafa átt að fá meira.

Tómas Waagfjörð, 3.5.2010 kl. 20:54

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Karl til hvers að hafa kjararáð ef menn setja svo reglur um að bankaráð geti nánast hagað sér að vild. Til hvers var dómsmálaráðherra með nefnd til að fara yfir hæfni umsækjenda ef ekki stóð til að fara eftir ráðleggingum fagnefndar?

Maður spyr sig: hver er hæfnin í íslenska embættismannakerfinu?

Gísli Foster Hjartarson, 3.5.2010 kl. 21:21

7 Smámynd: Sverrir Einarsson

Þetta er trikk sjálfstæðismanna til að koma höggi á ríkisstjórnina, ekkert annað. Lára V. Júlíusdóttir veit alveg hvaða úlfaþyt þetta mun valda. Hún beytir bara seðlabankaráði fyrir sig. Á meðan ræðir pöpullinn minna um hlut Sjálfstæðismanna í hruninu.

Sverrir Einarsson, 4.5.2010 kl. 00:24

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Lára V. Júlíusdóttir er fulltrúi SAMFYLKINGAR í bankaráði Seðlabankans og gamall samherji Jóhönnu úr pólitík. Var aðstoðarmaður hennar í Félagsmálaráðuneytinu í Viðeyjarstjórninni, ef ég man rétt. Fylgdi svo Jóhönnu yfir Þjóðvaka, þegar Jóhanna tapaði í formannskjöri fyrir Jóni Baldvini í formannskjöri.

Lára V. Júlíudóttir, er bara að hrinda því í framkvæmd sem ákveðið var í því Forsætisráðuneyti, sem að Jóhanna Sigurðardóttir stýrir.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband