Flóðbylgja!

Ætli við séum að fara að horfa fram á flóðbylgju af svona málum frá sérstökum saksóknara? Fólk búið að bíða ansi lengi og óþolinmótt eftir að handjárnin komi upp úr skúffunni en nú er það byrjað. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu þessara mála.


mbl.is Fluttur í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Frábær árangur hjá sérstökum ríkissaksóknara loksins þegar hann fór í gang með handtökur. Tveir komnir í hús á örfáum klukkustundum. Maður er bara að springa af spenningi eftir að fleiri náist fyrir miðnætti.

corvus corax, 6.5.2010 kl. 20:30

2 identicon

Það verður að hreinsa til á Íslandi .

Annars verða bara eftir gamalmenni , sem enginn vill fá .

Burt með spillingar-liðið , á háu-laununum .

Útlendinga , af engum SOR-ættum , til Íslands .

Það þarf hæft, ótengt  fólk , til stjórnunnar .

Kristín (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 20:45

3 Smámynd: Elínborg

Já sammála corvus,virkilega spennandi! Og Kristín; mér finnst að við þurfum nauðsynlega að fá utanaðkomandi fólk (erlendis frá) til að hafa reglbundið eftirlit með mörgu hér. En er alfarið á móti Evrópusambandinu,held við getum vel leyst þetta með ráðningu hæfs fólks að utan. Hvað haldið þið?

Elínborg, 6.5.2010 kl. 21:07

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Er alveg sammála ykkur um að fá utanaðkomandi eftirlit á marga staði, sýnist við varla fær um að halda utan um þetta. Fólk virðist ekki einu sinni geta tekið til í stjórnamálaflokkunum eða í kringumm vinnubrögð þeirra.

Gísli Foster Hjartarson, 6.5.2010 kl. 21:51

5 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Byrjum með að þiggja þjónustu William K. Black til aðstoðar sérstaks saksóknara.

Árni Þór Björnsson, 6.5.2010 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.