6.5.2010 | 22:50
Skrýtið
Alveg er þetta sérstakt, svo ekki sé meira sagt, ef ekkert var athyglisvert við þennan kaupmála afhverju eru þau þá að fella hann úr gildi? Getur einhver svarað því af hreinskilni, svo ég og aðrir illa gefnir borgarar þessa land skiljum hvað er að eiga sér stað? -Hvað er fólk að pæla?
Til að kóróna vitleysuna þá horfa íhaldsmenn á Akureyri upp á þennan gjörning, sjá hann svo færðan til baka, þrátt fyrir að ekkert væri að honum af sögn, og berja sér þá á brjóst og lýsa yfir fullumstuðningi við þessa elsku!!! Hvoru megin ætli þetta lið hafi farið framúr í morgun?
Ég er ekki hissa þó að bullið haldi áfram ef að fólki bara lokar augum og eyrum inni í þessum flokksturnum og bar tekur þátt íhverri vitleysunni á fætur annarri. - ég er gjörsamlega orðlaus. Hélt að vinir mínir hjá íhaldinu fyrir noraðn væru vandari að virðingu sinni en þetta.
Hlakka til að heyra hvað menn eins og Stefán Friðrik hafa um þetta að segja.
Fella kaupmálann úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf að banna sjálfstæðisflokkinn og alla sem tengjast honum frá því að koma nálægt stjórnmálum. Væri ekki fyrsti hægri öfgaflokkurinn sem væri bannaður með lögum í heiminum.
Tómas Waagfjörð, 6.5.2010 kl. 22:59
Heill og sæll Gísli, er þetta bara ekki einhvervegin svona:
Hverjum stjórnmálaflokki er svo fariðað hann forðast að taka af skarið:spurð hvað miljón sé stórsvarar miðstjórn í kór
,, það er misjafnt. Hver biður um svarið ?”
Jóhann S. Hannesson
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.5.2010 kl. 23:18
Þetta átti nú ekki að fara svona í klessu
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.5.2010 kl. 23:20
Náði þessu samt Simmi - nokkuð mikið til í þessu
Gísli Foster Hjartarson, 6.5.2010 kl. 23:30
Sumir treysta bara enn á gullfiskaminni landans.
Þráinn Jökull Elísson, 6.5.2010 kl. 23:47
það má vera gott gullfiska minni 3 vikum fyrir kosningar!!! - við sjáum hvað setur
Gísli Foster Hjartarson, 6.5.2010 kl. 23:53
Mér er spurn: þar sem kaupmálinn var afturkallaður, var þá ekki bara maökur í mysunni?
Ingibjörg Magnúsdóttir, 7.5.2010 kl. 00:02
Sá möguleiki getur líka verið, að kaupmálinn hafi verið ósköp eðlilegur og ekkert við hann að athuga.
En sú blaða og fréttamennska, sem að rekinn hefur verið hér undanfarið, byggist á upphrópunum og flennifyrirsögnum, sem birta gjarnan lítt kannaðar ásakanir. Stærstur hluti fréttamennsku í dag er rekinn af hagsmunahópum, sem víla fátt fyrir sér í því að koma höggi á andstæðing sinn, oftar en ekki til þesss eins að "fegra" eða "breiða yfir" sök, síns hagsmunahóps eða þeirra sem að eru "hagsmunahópnum" þóknanlegir.
Oft nægir að hafa orð eins og "skuld" eða "styrkur" í fyrirsögninni, til þess að bloggheimar logi stafana á milli, án þess að megnið af þeim sem að blogga og koma þar með "sínum" skoðunum á framfæri til þeirra sem sjá vilja, eru oftar en ekki upplýstir um hvað málið snýst.
Það hefur mikið t.d. verið skrifað um skuld sem að Óli B. Kárason var skrifaður fyrir árið 2004 eða 2005, vegna fyrirtækis sem hann átti og seldi, þá með skuldunum, enda fátt eðlilegra en að skuldir sem skapað er til vegna fyrirtækja fylgi þeim, við sölu, eins og skuldir tengdar fasteignum, fylgja þeim við sölu.
En ég man vart eftir því að hafa séð staf skrifaðan um 50 milljarða skuld móður Jóns Ásgeirs við Kaupþing.
Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 02:32
Maður botnar ekkert í þessu lengur. Konan hafði þvílíkt sterkan málstað í sjónvarpsviðtali skömmu áður. Var reið út í ,fólkið"....þetta er svona eins og faraldur heimsku.
Láki (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 08:44
Karl ert þú að verja íhaldið? Mátt það mín vegna en ef ekkert var að þessum kaupmála var þá ekki nóg að útskýra það fyrir "sínu". Mátt ekki gleyma ða hjarðhegðun flokkanna (allra) breytist ekki.
Segi eins og Láki ef að það var ekkert að þessum kaupmála, eins og hún sagði sjálf, því að breyta? Það er ljótt ef hún sem t.d. bæjarstjóri tekur bara ákvarðanir eftir fjölmiðlum. Kannski voru þetta bara tæknileg mistök?
Gísli Foster Hjartarson, 7.5.2010 kl. 09:46
Ég er miklu frekar að benda á hversu umræðan er oft óvægin.
Þar sem að ég þekki ekki til viðskipta þeirra hjóna, eða málið í heild, þá velti ég því upp að jafnvel gæti "kaupmálinn" verið eðlilegur.
Ég benti líka á það, að slæmt umtal og ásakanir í fjölmiðlum, eiga ekki endilega alltaf við rök að styðjast, því að fjölmiðlum er í rauninni beitt sem vopni í baráttunni um Ísland.
Þó svo að framvísað yrði gögnum sem bentu til þess að "kaupmálinn" hefði verið eðlilegur og ekkert við hann að athuga, þá eru minni líkur en minni, að það hefði fengið sama rúm í umræðunni og kaupmálinn sjálfur.
Svo má líka ekki gleyma því að hefði illa farið í þessum viðskiptum, hjá þessu fólki, eða öllu heldur hjá eiginmanninum, þá eru til lög í landinu, sem heimila riftun á kaupmálanum svo hægt yrði að ganga að eignum þeirra hjóna.
Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 10:45
já skil þetta nefnilega ekki alveg útaf þessu riftunarákvæði sem er nú aldeilis búið að velda þjóðinni upp úr varðandi þessa kaupmála - sammála þér
Já og umræðan er oft óvæginn, og stundum alveg út úr kú. Eins og þú bentir á þá hefur umræðan um móðir Jóns Ásgeirs verið lítil, þjóðin telur það væntanlega vera skuldir hans, blaðið hans fer varla að fjalla um það. Sama á við um útgerðarfrú hér í Eyjum, flestir telja nú skuldirnar vera mannsins hennar en ekki hennar þó svo að þær séu vissulega í hennar nafni þarna í upptalningunni í hrunskýrslunni.
Gísli Foster Hjartarson, 7.5.2010 kl. 11:22
Þetta er örugglega allt eðlilegt. Ég trúði til að mynda öllum bankastjórunum sem komu í Kastljósið eftir hrun.... kallast víst meðvirkni. Það er miklu auðveldara að skilja hlutina þegar einhver slær mann utan undir. Maður kann ekki þessi hvítflibbatrix.
Svo það sé á hreinu þá hefur þessi blessaða kona á Akureyri alltaf boðið af sér góðan þokka
Láki (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.