Listafræðin úreld

Þetta flokka og listakjör á að leggja niður í sveitarfélögum sem eru með undir 7500 íbúa. það er kominn tími á personukjör. þeir sem hafa áhuga á að starfi fyrir bæjarfélagið sitt bjóða sig fram eftir að hafa fengið eitthvað magn af stuðningsmönnum, sem verður misjafnlega hátt eftir byggðarlögum. Listinn yfir þá sem bjóða sig fram er svo birtur í stafrófsröð á kjörseðlinum, eða á tölvuskjá - framtíðin,  og maður merkir við þá einstaklinga sem að maður treystir best.  Ef að menn eru með flokka í þessum kjördæmum á maður samt að geta bara kosið þá einstaklinga sem að maður vill þvert á alla flokka.

Það er löngu kominn tími á að breyta þessu hér í Eyjum eru 3 framboð og ég sé á öllum listunum fólk sem ég treysti til að koma að stjórnun míns byggðarlags með sóma ...en hvað þá! Ég þarf að velja einhvern einn lista!!!!  Allt þetta fólk vill gera gott byggðarlag betra af hverju á ég að þurfa að velja á milli þeirra einstaklinga sem að ég treysti best, og fá kannski með atkvæði mínu í bæjarstjórn einhverja sem að ég treysti ekki eins vel?  Veljum fólk en ekki flokka.


mbl.is Enginn listi í Dalabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband