Búinn í bili

Bíll og stétt fyrir utan orðnar hreinar í bili . Svo sjáum við með restina á húsinu á morgun verðum að sjá hvað þetta gerir í nótt. Menn og konur hér í Fjólugötunni búin að vera dugleg að hreinsa bíla, hús, stéttar og sumir líka þök í kvöld. Maður skynjar svo miklu miklu betur nú hvað fólkið undir fjöllunum er búið að vera í ganga í gegnum núna heldur en maður gerði - viðbjóður er sennilega ekki einu sinni nógu sterkt orð til að lýsa þessu. Sem betur fer rigndi hér með þessu þannig að þetta settist til fljótt og hér er eins og ekki svo oft áður logn.

Ekki líst mér á að menn ætli að spila hér fótboltaleik á morgun, ég myndi blása hann af nú þegar ef ég fengi einhverju ráðið. Það spáir norð-austan átt á morgun og því gæti falið hér aska á morgun og þá er ég hræddur um að menn komist ekki hingað né að það sé nokkuð vit í að ætla í kjölfarið að spila á sunnudaginn, en þetta er bara mín skoðun.

Það passaði í dag að blogga um þá hönd sem haldið hafði okkur frá mekkinum þangað til í dag að þá skall þetta á. LÆt hérna nokkrar myndir fylgja með sem teknar voru af Fjólugötunni í dag. - myndin af diskinum er tekin eftir að hann var 5 mínútur úti á stétt. Svo er þarn ein mynd tekin yfir bæinn á sama stað við allt aðrar aðstæður en því miður að kvöldi til en ég held að fólk gerir sér vel grein fyrir þessu.

Picture 497

 

 

 

 

 

 

 

 

Picture 493

 

 

 

 

 

 

 

Picture 494

 

 

 

 

 

 

DSC03289


mbl.is Askan spúluð af bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort smúla menn eða spúla í Eyjum? Er sjálfur vanur að spúla, veit að Suðurnesjamenn smúla en hvernig er þetta orðað í Eyjum?

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 22:02

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það fer alveg eftir því við hvern þu talar - bæði orðin notuð eftir því er ég best veit.

Gísli Foster Hjartarson, 14.5.2010 kl. 22:45

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég er Suðurnesjamaður og hef alltaf vanist því að maður smúli, og þess vegna hefur mér alltaf fundist skrýtið að sjá þetta orð spúla.

Gísli Sigurðsson, 16.5.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.