20.5.2010 | 08:28
Fékk þetta sent ...njótið....eða ekki!!!
Við fæddumst hér og við förum hvergi.
Komi eldgos og brjálaðir Tyrkir, ég fer ekki rassgat.
Ég skal hírast í Herjólfi í bullandi sjó og bíða á Bakka til að komast heim.
Ég verð að komast heim. Því ég er Eyjamaður, Eyjamaður, ég er algjör Eyjamaður.
Mamma og pabbi, amma og afi, við förum hvergi. Komi jarðskjálfti og Talibanar, ég fer ekki rassgat.
Ég skal synda í sjónum og grafa göngin. Ég geri allt til þess að komast heim, ég verð að komast heim.
Því ég er Eyjamaður, Eyjamaður, ég er algjör Eyjamaður.
Athugasemdir
Sama dag og nýja lagið birtist....skorar ÍBV og skorar og skorar.
Þetta er lagið, þjóðhátíðarlagið
Leikmenn munu syngja þetta í kvöld
Láki (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.