20.5.2010 | 22:24
Ekki er ég hissa
Hef séð viðtöl við oddvita L-listans á N4 sjónvarpsstöðinni. Kemur afskaplega vel fyrir, er hreinn og beinn og tala sama tungumál og fólkið á götunni, svo ég er ekki hissa þó svo að þeir skori hátt á L-listanum. Megi þeim vegna sem allra best. (nafn oddvitans er samt alveg horfið úr kolli mínum)
Svo er ég ekki hissa þó að íhaldið skori lágt í skoðanakönnuninni afir fjörið sem var í kringum oddvita flokksins um daginn. Það virðist ekki samkvæmt þessari skoðanakönnun vera alveg sömu trúarbrögðin að kjósa íhaldið á Akureyri og það er t.d. hér í Eyjum.
Mikið vona ég nú samt að þesar sveitarstjórnarkosningar verði þær síðustu í sveitafélögum með innan við 7500 kjósendur þar sem kosið verður um flokka. Vil sjá í framtíðinni á kjörseðlinum bara lista með nöfnum þeirra er gefa sig til starfa fyrir samfélagið og maður fær að kjósa þá 7 einstaklinga sem að manni líst best á. - það er eina vitið
L-listinn stærstur á Akureyri samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.