Jón Gnarr er skynsemin uppmáluð

Engin yfirsprengd loforð í þessu viðtali aðeins það sem fólk vill heyra á Íslandi í dag. skynsamir hlutir eins og ömmuhagfræði. Þetta orð sem strokað var út úr orðabókum útrásarvíkinga og fyrirmenn hér á landi síðustu ár er hér dregið á flot og er það vel því góð vísa er aldrei of oft kveðin.  Gott að láta ekki teyma sig í öfga loforðin sem byrjað er svo að svíkja um leið og talið er upp úr kjörkössunum.

Það er ferskt loft yfir borginni í kvöld, það er Besta loftið sem fólkið er að anda að sér núna. Í fyrsta skipti í sögunni gæti ég nú hugsað mér að vera með lögheimili í Reykjavík


mbl.is Jón Gnarr: „Ég er stoltur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Hann Gnarr verður góður borgarstjóri sem mun gera margt gott, en þarf að taka við slæmu búi sem mun hamla honum til að byrja með.

Tómas Waagfjörð, 21.5.2010 kl. 21:26

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ljóti hroðinn sem fjórflokkurinn skilur eftir sig.

Sigurður Haraldsson, 21.5.2010 kl. 23:00

3 identicon

Þú hlýtur að vera að djóka...!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.