Logið upp á frambjóðanda Íhaldsins í Eyjum!!!

Mig rak í rogastans þegar ég komst yfir héraðsfréttablaðið Fréttir í síðustu viku. Þar var grein birt sem sögð var eftir félaga Guðmund Huginn hinn fengsæla skipstjóra á Huginn VE, því mæta skipi.

 

Í upphafi greinarinnar segir eftirfarandi:

Kosningar snúast um traust.  Við veljum fólk til að standa vörð um velferð okkar og ætlumst til að þau leggi sig öll fram.  Í fyrsta skipti á ævinni tók ég nú ákvörðun um þátttöku í framboði.  Einungis eitt framboð kom til greina og það var listi Sjálf­stæðismanna.

 

Ég bara skil þetta ekki! Þarna er sagt að Guðmundur Huginn sé í fyrsta skipti að taka þátt í framboði. Þetta er bara alls ekki rétt því hann var einn af þeim er prýddu framboð H-listans við bæjarstjórnarkosningarnar í maí 1994 (sjá mynd að neðan).

Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort einhver óprúttinn náungi hafi sent inn grein í nafni kappans, væntanlega til að reyna að slá sig til riddara. Finnst hreint ótrúlegt að svoleiðis grein skuli hafa komist svo langt að vera birt. Ómar Garðars hlýtur að hafa verið í frí þegar þetta var sett inn í blaðið, því Ómar man vel eftir H-listanum á sínum tíma.

........reyndar er einnig hægt að lesa út úr þessu að Guðmundur Huginn hafi nú í fyrsta skipti sjálfur tekið ákvörðun um framboð, en síðast hafi einhver tekið þá ákvörðun fyrir hann en ég veit að það er rangt, var nefnilega sjálfur á listanum og Guðmundur Huginn var mikill H-listamaður.

Ég ætla rétt að vona að það náist í hnakkadrambið á þeim er skrifaði greinina og hann verði tekinn í gegn.

Hvar man ekki slagorðið góða: Haglél í byrjun sumars X-H

hlistinn2.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband