Fín skemmtun

Var bara vel sáttur við þennan leik, nema hvað ég hélt með tapliðinu!!!! En það breytir því ekki að ég hafði nokkuð gaman af þessum leik og fannst hann góð upphitum fyrir HM sem hefst eftir þrjár vikur - Guð hvað ég hlakka til. Það er líka í svona leikjum sem að maður gerir sér grein fyrir því hvað íslenski boltainn er mörgum metrum á eftir og því verður maður að stilla væntingunum vel í hóf áður en maður fer á leiki í Pepsi deildinni.

En HM mætti byrja á morgun mín vegna, en fyrst fáum við Eurovision, kosningakjaftæði og sjómannadaginn!!!!


mbl.is Inter Evrópumeistari eftir 2:0 sigur á Bayern
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú, það er þá eins og mig hefur lengi grunað: Fosterinn hefur ekki hundsvit á fótbolta. Sá maður sem hafði gaman af þessum leik veit ekki hvernig alvöru fótbolti lítur út.

*

Mourinho er einstaklega sigursæll þjálfari og skemmtilegur í tilsvörum, en honum er ekki sýnt um að hanna skemmtileg lið og leggur enda enga áherslu á það. Fyrir honum gildir eitt og aðeins eitt: að sigra. Liðið liggur í vörninni og lúrir - svo skjóta þeir tuðrunni fram á völlinn og skora. Áhrifaríkt en bæði ljótt og leiðinlegt.

*

Ég hélt reyndar líka með Bæjurum þótt vitaskuld sé feiknarlega erfitt að halda með liði sem fólið van Bommel leikur með.

Baldur Hermannsson, 22.5.2010 kl. 21:43

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hva eru vasakútar en á lofti á stór-Reykjavíkursvæðinu? Það er einmitt það góða við fótboltann að það er alltaf hægt a segja að einhver hafi vit á honum og að einhverjir hafi ekki hundsvit á honum og allir hafa rétt fyrir sér, nánast. Hlustaðu ´aspekingan sem lýsa leikjum hér heima og fjalla um boltann, oft stendur maður hreinlega á gati Baldur - bara orðlaus yfir því sem sagt.

Heyrði t.d. haft eftir landsliðsþjálfara Íslands að það væri íhæsta máta undarlegt ef að lið eins og Crewe gæti ekki notað þá Ajay og Chris sem spiluðu með okkur í fyrra og stóðu sig vel. En samkvæmt þessum orðum þjálfarans þá hefur hann lítið vit á því hvað er nógu gott í Englandi og hvað ekki  en hann má auðvitað hafa sína skoðun eins og við hinir.

Eigðu góða helgi Baldur, það góða er að ég hef aldrei sagst hafa vit á fótbolta þósvo að ég tjái mig um hann og sumir virðast halda að ég hafi eitthvert vit á þessu tuðrusparki, því fer fjarri.

Gísli Foster Hjartarson, 22.5.2010 kl. 22:21

3 identicon

Finnst ykkur ekki fyndið að það var ekki einn einasti Ítali á vellinum? Ég meina, bíttar sosum engu, en hvernig samsama aðdáendur Inter sig liðinu? Aðkeyptir eingöngu. Knattspyrnan tapaði í kvöld, en betra liðið vann...þrátt fyrir einkennilega liðskipan...kv

Eiki S. (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 01:01

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eiki, ertu alveg viss um að betra liðið hafi unnið? Bæjarar voru miklu meira með boltann og stjórnuðu leiknum. Ég held að úrslitin hefðu orðið talsvert öðruvísi ef Ribery hefði verið með. Út af fyrir sig var 3 leikja bann stórundarlegt - mútur?

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 11:11

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Frábær punktur með múturnar Baldur - he he
Eiki já svona er þetta orðið víða, eða að verða en nýjar reglur um hópa í Evróumótum gætu nú hrist aðeins upp í þessu og þær reglur eru held ég að verða klárar eða orðnar klárar! Voru það ekki þá 8 uppaldir leikmenn sem áttu að vera í skráðum leikmannahópi félags í meistaradeildinni man þetta ekki alveg.

Gísli Foster Hjartarson, 23.5.2010 kl. 12:00

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Foster, ég sá þetta brot sem Ribery var dæmdur fyrir. Það var ótvírætt spjald en margir dómarar hefðu látið gult nægja. En 3 leikja bann er ekki bara fráleitt, það er meira en lítið grunsamlegt og þegar menn skoða hefðir á Ítalíu kringum knattpyrnuna þá er ég ansi viss um að þeir hafa mútað dómgæslunefnd UEFA.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 12:32

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Baldur ég sá þetta brot Ribery og er þér alveg sammála, þetta var í mínum bókum ekki 3ja leikja bann. Kannski voru þar á ferðinni mútur? En er alveg sammála þér 3 leikir fullmikið af því góða og hafði bara ekki hugleitt þennan möguleika með múturnar.

Gísli Foster Hjartarson, 23.5.2010 kl. 19:04

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Við skulum bara vona að Ribery verði ferskur á HM.

Gísli Foster Hjartarson, 23.5.2010 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.