Michael Jackson kemur í Höllina - ó Yeah

alan_purple_m_hatt.jpgVar beðinn um að koma þessari fréttatilkynningu á framfæri og verð hér við þeirri ósk.:
 

Nú er næstum liðið ár síðan Poppkóngurinn Michael Jackson féll frá. Nú er að fara af stað frábærir “tribute” tónleikar til heiðurs goðinu. Alan Jones og föruneyti mun fara um landið í sumar og verða fyrstu tónleikarnir í

Höllinni í Vestmannaeyjum föstudaginn 28.maí.

 

Þetta er sýning sem enginn má láta framhjá sér fara. Alan er einn af hæfileikaríkustu söngvurum landsins. Einhverjir muna kannski eftir honum úr íslenska Idonþáttunum fyrir nokkrum árum þar sem Einar Bárðason dómari felldi tár þegar Alan datt úr keppninni alltof snemma að hans mati.

 

Alan Jones hefur verið aðdáandi Michael Jackson síðan hann var 5 ára og hefur farið um landið síðustu ár og tekið lögin hans, en eftir andlát poppkóngsins síðasta sumar ákvað hann að gera enn meira úr þessu og hefur nú ásamt Stefáni Henrýsyni sett saman frábæra tribute tónleika til heiðurs goðinu. Frábær söngvari og hörkudansari þar á ferð. Bakraddir eru þær Kristín Ósk Wiium, Ina Valgerður (Idol Ina) og Fríða Björk Teitsdóttir.

 

Eyjakonan Selma Ragnarsdóttir klæðskeri hannar alla búninga aðalsöngvarans auk þess að stílisera sýninguna. Hún gerði einnig búninga fyrir Michael Jackson Broadwayshowið sem var í vetur og gekk mjög vel.


Vonandi sjáum við sem flesta. Húsið opnar kl.21:30 og tónleikarnir byrja kl.22:00.

 

Aðgangseyrir er aðeins 1500kr sem er algjört lágmarksverð.

800kr fyrir börn 6-16 ára sem eru í fylgd með foreldrum.

 

ONE NITE ONLY!
A SHOW LIKE NO OTHER , A TRIBUTE TO THE MAN, THE LEGEND, THE KING OF POP!


* meira í viðhengi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.