Sumarfrí

Sanngjarnt held ég að ég verði að segja að Lakers hafi farið í úrslit búnir að vera sterkari en við í allan vetur, ef undanskyldar eru fyrstu 4 vikurnar kannski og svo þegar við náðu smá runni í febrúar/mars ef að ég man rétt - Til hamingju Gilli frændi, Bjössi Einars og aðrir Lakers hundar.

Þá tekur við bloggfrí frá körfunni fyrst að við töpuðum í nótt. Frábær vetur að baki, bæði hjá Suns og ég tala nú ekki um hjá Snæfelli. Hlakka til næsta körfuboltaveturs Gömlu stórveldin munu berjast um NBA-titilinn Lakers og Celtics - það gæti orðið skemmtileg rimma.

Ég vil þakka þeim sem hafa lesið NBA-bloggin mín í vetur, sem og önnur körfuboltablogg - ótrúlegt að fólk skuli í raun nenna að lesa þetta - Eigið gott sumar - Takk fyrir lesturinn

Nú tekur við blogg um tuðruspark og það er því fylgir, ÍBV á heimavelli í fyrsta skipti í sumar kl 4 í dag í dásemdarveðri.


mbl.is Bryant kom Lakers í úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei spurning.....

Huginn (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband