30.5.2010 | 12:31
Þá er það búið – persónukjör næst
Þá er frekar daufri og litlausri kosningabaráttu lokið í Eyjum með sömu niðurstöðu og síðast, 4-3-0. Hvor það er gott að slæmt mun aðeins tíminn leiða í ljós. Hef ekki heyrt neinn tala um að flytja héðan eftir að úrslit voru ljós, ja eða flytja hingað he he. Hef reyndar aðeins talað við 3 aðila síðan kl 10 í gærkvöldi því ég var ekkert að fylgjast með þessu horfði á Blade 2 á Skjá1 plús og fór svo að sofa fékk reyndar hringingu frá einum frambjóðanda þar sem að hann þakkaði fyrir sig sofnaði svo. Er rétt að renna yfir þetta á netinu núna. En vil óska bæjarfulltrúum í Eyjum til hamingju með sæti sín og ég vona að þeim takist að vinna vel að hagsmunum bæjarins næstu misseri.
Tíðindi gærkvöldsins finnst mér stórsigur L-listans á Akureyri. Magnaður árangur til hamingju þetta eru einhver skemmtilegustu tíðindinn í kosningum þetta árið. Sá viðtal við oddvita listans á N4 fyrr í ár hann talaði bara eins og hann væri að tala fyrir mig enda sagði ég við kerlu að maður væri ekki vandræðum með að kjósa ef að maður byggi á Akureyri. Kom afskaplega vel fyrir pilturinn. Málefni líka eins og að ráða faglegan en ekki pólitískan bæjarstjóra a ðs jálfsögðu á þetta að vera svoleiðis. Minni steypu meira fyrir fólkið og svo framvegis hlakka til að sjá hvernig þessu mæta fólki gengur að stjórna bænum sem að ég á ættir að rekja til.
Besti flokkurinn kætti mann auðvitað líka. Til hamingju Besti flokkurinn.
Verður Jón Gnarr borgarstjóri eða faðmar Dagur Eggerts Hönnu Birnu undir húsvegg og lofar að vera stilltur?
Nú er það næsta kosningamál og það er að það verði personukjör í næstu sveitarstjórnarkosningum. Dæmi hér í Eyjum vil ég bara hafa á kjöseðli þá einstaklinga sem vilja bjóða sig fram og ég vil geta valið þá 7 sem að mér líst best á ekkert eitthvað flokkadráttakjaftæði. Ég mun gerast óþreytandi í því að tala fyrir því næstu árin þegar þetta ber á góma. Verð þá sennielgast líka bara í framboði sjálfur gangi þetta eftir, ja nema að ég fái stuðning fyrir einhverju stærra embætti fyrr.
Vona að öllu því fólk er komst í bæjarstjórn farnist vel á næstu árum og þá ekki síst frambjóðandi númer 5 hjá íhaldinu í Reykjanesbæ,
Meirihlutar féllu víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.