5.6.2010 | 17:46
Þvílíka flugið
Það vantar ekki að lærisveinar Guðlaugs Baldurssonar svífa vængjum þöndum á toppi fyrstu deildar eins og er. Þetta lið sem svo oft gleymist þegar rætt er um lið á Reykjavíkursvæðinu. Reykjavíkur meistarar fyrir tveimur árum og nú á flugi í fyrstu deildinni. Það skyldi þó aldrei enda svo að ÍR-ingar færu upp um deild og plöntuðu sér í Pepsi-deildina í haust. Það hlyti að teljast frábær árangur. - ekki satt? Lærisveinar Tómasar Inga hjá HK ekki alveg á sama flugi þessa stundina, en ég hef nú svo sem trú á að þeir hefji sig til flugs seinna í sumar, spurning um tímasetningu og þá hvort það verður nokkuð of seint til að tryggja sér sæti. Víkingur Reykjavík náttúrulega með sterkt lið líka og ekki ólíklegir til að fara upp. Svo er ég nú alltaf að bíða eftir að norðanmenn komi upp í Pepsi-deildina, ja allavega annað liðið. Skagamenn sem hafa verið eins og hölt hæna í deildinni tóku nú Selfyssingar í bakaríið í vikunni og kannski fara þeir að láta til sín taka, hver veit.
1 | ÍR | 5 | 4 | 1 | 0 | 10 - 4 | 6 | 13 |
2 | Víkingur R. | 5 | 3 | 1 | 1 | 10 - 8 | 2 | 10 |
3 | Leiknir R. | 4 | 3 | 0 | 1 | 5 - 2 | 3 | 9 |
4 | HK | 5 | 2 | 2 | 1 | 7 - 6 | 1 | 8 |
5 | Þór | 4 | 2 | 1 | 1 | 9 - 5 | 4 | 7 |
6 | Fjölnir | 4 | 1 | 3 | 0 | 8 - 5 | 3 | 6 |
7 | KA | 5 | 1 | 3 | 1 | 8 - 8 | 0 | 6 |
8 | Þróttur R. | 4 | 2 | 0 | 2 | 5 - 7 | -2 | 6 |
9 | Grótta | 4 | 1 | 1 | 2 | 7 - 6 | 1 | 4 |
10 | Fjarðabyggð | 5 | 1 | 0 | 4 | 8 - 15 | -7 | 3 |
11 | ÍA | 4 | 0 | 1 | 3 | 5 - 8 | -3 | 1 |
12 | Njarðvík | 5 | 0 | 1 | 4 | 2 - 10 | -8 | 1 |
ÍR á toppnum eftir stórsigur á Fjarðabyggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.