8.6.2010 | 21:00
Ég, um mig, frá......
...mér til mín!!!!
Það er klárlega ekkert að breytast í samfélaginu þegar kemur að þessum hlutum sömu afdönkuðu stjórnmálamennirnir að reyna að láta líta út eins og þeir séru merkilegri en við hin. Alveg er þetta rétt hjá Þór Saari. Á þátttaka almennings ekki að vera til staðar? nema þá í fyrirspurnarformi?
Þetta ernákvæmlega sama og með personukjörið. Skilst að þar vilji flestir flokkarnir hafa þetta þannig að maður geti bara kosið á milli fólks innan ákveðins flokks á kjörseðli. Er þetta lið ekki alveg í lagi? Framkvæmdin er vissulega örlítið erfiðari í Alþingiskosningum en í sveitarstjórnarkosningum á þetta bara að vera nafnaskrá og maður vel það fólk sem að maður vill sjá í bæjar- eða sveitarstjórn ekkert flokka kjaftæði. Er þetta lið á Alþingi ekki að ná þessu? Mér skilst að þrír stærstu flokkarnir á þingi sjái þetta ekki svona.
Svo tók nú gaggið í Álfheiði Ingadóttur um daginn alveg út yfir alan þjófabálk þegar hún fór að tala með tárin í augunum um að konur töpuðu alltaf í prófkjörum, og myndu því undir þessu kerfi tapa í kjörklefanum. Hverslags kjáni er þessi kona? Treystir hún ekki dómgreind almennings til að velja sér það fólk sem að það treystir?
Grátlegt oft á tiðum þetta lið.
Samið af kónginum fyrir kónginn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég kýs sjálfanmig!
Óskar G (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 21:48
Ánægður með þig Óskar G - ég kýs þig og mig!!!
Gísli Foster Hjartarson, 8.6.2010 kl. 22:03
Undirritaður var staddur í miðbæ Reykjavíkur í í gær og ákvað að heiðra þingpalla Alþingis, með nærveru sinni. Til umræðu var þá frumvarpið um Stjórnlagaþing.
Miðað við orð stjórnvalda um mikilvægi Stjórnlagaþingsins, þá var það áberandi, hversu fáir stjórnarliðar, voru viðstaddir í salnum, þó svo einhverjir hafi verið að þvælast annars staðar í húsinu. Sást reyndar og heyrðist til Forsætisráðherra í hliðarherberg, sem reyndar talaði það hátt, loka þyrfti huðinni að hliðarsalnum.
Í þingsal sat hins vegar einn stjórnarþingmaður, Mörður Árnason, án þess þó að leggja ekkert til umræðunnar, annað en eitt eða tvö frammíköll.
Þeim þingmönnum sem tóku til máls, á meðan ég sat á þingpöllunum, höfðu flestir orð á því að "sannfæringu" stjórnvalda fyrir málinu, væri vart að merkja, heldur væri þetta líkara, handahófskenndum viðbrögðum stjórnvalda við kröfum sem heyrst höfðu utan af Austurvelli í "Búsáhaldabyltingunni".
Það einnig gagnrýni á það að Stjórnlagaþingið væri bara "ráðgefandi", en ekki "bindandi". Semsagt almenningi, gefinn kostur á að kjósa einstaklinga í stóra rándýra þingnefnd til þess að leggja fram drög að nýrri Stjórnarskrá, sem að þingmenn myndu svo karpa um. Það eina jákvæða í málinu, sem að menn töluðu þar um, var að því var núna breytt frá fyrra frumvarpi, að Stjórnlagaþingið, væri ekki lengur undir stjórn Forsætisráðherra, heldur núna Forsætisnefnd Alþingis. Það þótti þó ekki næg breyting, þar sem Stjórnlagaþing fólksins, væri enn á forræði pólitísks meirihluta. Einnig gagnrýndu menn þann lýðræðishalla, á kjöri til Stjórnlagaþingsins, sem skapast gæti vegna þess að einhver fái kosningu á Stjórnlagaþingið, sökum kynferðis, þrátt fyrir að sá sem viki, hefði fleiri atkvæði á bakvið sig. Einnig þótti fólki, vanta skýrar reglur um fjármál, verðandi frambjóðenda til Stjórnlegaþings og kom þar fram að í lögunum, bannaði ekkert að frambjóðendur, sæktu sér styrki til almennings, fyrirtækja eða hagsmunasamtaka til stuðnings sínu framboði.
Persónukjörið er vissulega flókið og nánast óframkvæmanlegt, til Alþingiskosninga, sé gengið út frá því að hægt verði að kjósa, þvert á flokka.
Á framboðslistum flokkana í dag, eru 15- 30 einstaklingar. Sé horft til þeirra 5 flokka sem að nú eru á þingi, þá væri hvort sem nöfnin væru undir einhverjum listabókstaf eða ekki, á bilinu 75- 150. Flokkun atkvæða í stærstu (fjömennustu) kjördæmunum tækju óratíma og jafnvel ekki "kosninganótt" fyrr en einum til tveimur dögum eftir kosningar.
það er hins vegar fátt sem mælir á móti því að í sveitarfélögum, uppað ákveðinni stærð, væru persónukosningar, í það minnsta í tilraunaskyni og næstu skref ígrunduð eftir því hvernig til tækist.
Kristinn Karl Brynjarsson, 9.6.2010 kl. 10:28
Hafði yfirsést þetta innleg þitt Kalli. Langar að taka undir þessar pælingar þínar með personukjörið þó ég sé fylgjandi því þá myndi ég vilja sjá þetta fyrst í sveitarfélögum með kannski undir 7500 íbúa, til að fá reynsluna, eins og ég hef bloggað um.
Sé þetta framkvæmt með snertiskjám í framtíðinni og talning því ekki eins flókin og áður hefur verið. kjörstöðum lokað kl. 22 úrslit kunngjörð 22.15 - líka í Alþingiskosningum.
Verður ekki landið svo bara 1 kjördæmi?
Gísli Foster Hjartarson, 11.6.2010 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.