Synd - hljótum að komast að

Við erum þjóð sem aldrei hefur náð sér á flug a eigin spýtur. Þjóð sem lifað hefur af fyrir tilstuðlan góðra ríkja. Við eigum að stefna á þessar viðræður. Sjáum hvað við fáum og meta það svo - þetta er bara eins og að taka ákvörðun um brúðkaup eða vilja vera einhleypur - ekki satt.

Kannski vill þjóðin vera einhleyp.

Ef að við viljum ekki vera partur af ESB þá spái ég að við verðum orðin norsk sýsla innan 15 ára.

Hvort er betra skal ég ekki segja um, en mér finnst við ekki hafa sýnt að við björgum okkur á eigin spýtur. Sjáið bara stöðuna í dag, við varla ráðum við að reka okkur sjálf - vill fólk það? Hvað með mannsæmandi laun, vöruverð, vexti á lánum, verðtrygingu, verðbólgu og annað í þeim dúr - vill fólk bara hafa þetta svona? Er fólk svona rosalega sátt?


mbl.is Umsóknin er ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hver er staðan í dag Gísli... Við erum með Ríkistjórn sem laug að þjóðinni til að komast til valda. Laug til um að það ætti að bjarga heimilum landsmanna sem og fyrirtækjum með því að slá skjaldborg utan um þau, hvar er sú skjaldborg... Laug sig til valda á þeirri forsendu líka að það væri sko ekki okkar þjóðarinnar að borga óreiðuskuldir annarra... allt búið að snúast um að reyna að troða þessu Icesave á herðar okkar... Jóhanna Sigurðardóttir lofaði því líka í kosningarbaráttunni sinni að tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu fengji þjóðin til að segja hug sinn um ESB aðildarumsókn ef það væri það sem að þjóðin vildi... Hvað sagði hún þegar að til kom að láta reyna á það... ó það er bara ekki til peningur. Það var logið að mönnum til að fá þessa samþykkt í gegn á Alþingi. Logið þannig að mönnum, að þeim var sagt að það væri bara verið að fara í viðræður og þær væru svona eins og að fara í kaffibolla spjall til frænku svo ég grípi til samlíkingar sem að Utanríkisráðherra okkar hann Össur Skarphéðinsson lét út úr sér til að ná samþykkt fyrir þessu. Það þarf að vera samstaða um þetta og vilji frá þjóðinni og hann er ekki til staðar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.6.2010 kl. 17:12

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Íslenska þjóðin ef þjóð skyldi kalla hefur alltaf kosið að hafa asklok fyrir himinn.

Finnur Bárðarson, 12.6.2010 kl. 17:26

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Er eitthvað nýtt við að það sé logið að þjóðinni? Þetta hefur verið svona frá því að ég man eftir mér og er ekkert að fara að breytast. Eini munurinn er að í dag lætur fólk frekar í sér heyra, sem er góðs viti.

Ef að þú spyrð mig þá vil ég sjá hvað gæti verið í boði með inngöngu í ESB ég sé ekki að það sé bara hryllingur eins og margir telja held meira að segja að þar fengjum við fleira gott en slæmt - en það liggur ekki á borðinu og því get ég ekki sagt af eða á. En mér þykir einsýnt að þjóðin er í einstefnugötu um þessar stundir en vill samt keyra í allar áttir.

Gísli Foster Hjartarson, 12.6.2010 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.