Hvað vill fólk?

Auðvitað eru skiptar skoðanir á þessu ferli - annað væri skrýtið.

EN hvað vill fólk? Er það sátt við það umhverfi sem heimilum er boðið á Íslandi? Heldur það að það geti fengið betri kjör fyrir sjálft sig og heimilin með inngöngu? Sér fólk engin tækifæri í ESB? Er allt svona skelfilegt innan ESB? Vill fólk skella hurðum áður en það sér hvað endanlega stendur til boða? VIð vitum ákveðna hluti en samt ekki allt.

...og að fólk skuli missa sig af því að þetta gerðist á 17. júní skil ég bara ekki. Sá dagur truflar mig ekkert meira en einhver annar. Voru kannski bara mistökin að sækja um sjálfstæði á sínum tíma? Erum við að höndla það að standa sem þjóð á eigin fótum?  Það er endalaust hægt að spyrja sig spurning um þetta.  EN ferlið virðist vera að byrja og ég vil halda áfram og sá  hvað um semst, held að staðan hér á landi versni alls ekkert við það.


mbl.is „Heilladagur fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þeir sem vita hvað ESB er, og vilja það samt eru landráðamenn eins og Össur. Hinir sem vilja í ESB vita ekki hvaða skrýmsli ESB er og eiga að kynna sér það...

Óskar Arnórsson, 18.6.2010 kl. 09:09

2 Smámynd: Sigurður Helgason

Hvað svo sem landráðamenn eins og Óskar hér fyrir ofan segja, veit ég ekkert um þetta samband, og ekkert hefur komið að viti frá þeim sem eru á móti, svo það er engin furða að fólk viti lítið.

En ég vil fá að vita hvað við getum fengið og hvað það kostar okkur, síðan ákveð ég mig    

Sigurður Helgason, 18.6.2010 kl. 09:54

3 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Persónulega held ég að Ísland sé ekkert það spes að það geti fengið í gegn alls kyns undanþágur.  Ég er mest hræddur um að þjóðinni verði neitað um að kjósa um inngönguna þegar á hólminn verður komið, ég meina, við höfum eytt öllum þessum milljörðum í umsóknina...?!

Garðar Valur Hallfreðsson, 18.6.2010 kl. 10:17

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef búið í ESB landi í 15 ár. Fylgst með ESB þróunninni og það verður ekki lært á bloggsíðu hvað það erþ það er bara furðulegt að taka afstöðu um svo mikilvægt málefni án þess að kynna sér áhrifin hjá meðlimalöndum. Svíþjóð fékk aðeins eina undanþágu í ESB og ekkert meira. það var snus tóbak því það varð næstum innanlandsstríð vegna málsins. Ég er ekki landráðamaður og er ekki í aðstöðu að svíkja landið eins og Össur er margoft búin að gera. ESB er bara kostnaður og ekkert annað. Öll lönd eru plötuð inn í þetta með Nígeríubréfa aðferðinni.

Óskar Arnórsson, 18.6.2010 kl. 10:28

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég segi það er gott að hafa menn þarna úti eins og Óskar Arnórsson. Svo hef ég hitt fólk sem býr í ESB landi og hefur ekki undan neinu að kvarta. Ég hef nú ekki búið erlendis síðan 1987, og var þá vel sáttur - en það var á síðustu öld og heimilishagir og annað hjá mér en nú er.

Ég tek undir með Sigurði Helgasyni - ég vil sjá og ákveða mig.

Fólk hér heima horfir í margt, enda engin ástæða til annars. Hvað með landbúnað og sjávarútveg t.d. Hvað með vöruverð? Kjör á lánum? Atvinnu?  Hvað með gjaldmiðilinn? Hver eru tækifærin okkar? Hvar eru þau ekki?

Gísli Foster Hjartarson, 18.6.2010 kl. 14:06

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

ESB Nei!

Sigurður Haraldsson, 21.6.2010 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband